Engin brögð í tafli eftir óhapp 28. júní 2010 10:43 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í upphafi mótsins í Valencia í gær. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons. Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons.
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira