Engin brögð í tafli eftir óhapp 28. júní 2010 10:43 Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í upphafi mótsins í Valencia í gær. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons. Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso var eldheitur eftir kappaksturinn í gær og taldi að dómarar mótsins hefðu óbeint hyglað að Lewis Hamilton með vægri refsingu, eftir að hann braut af sér og ók framúr öryggisbíl eftir óhapp í brautinni. Þá var reiði innan Ferrari vegna málsins, en Christian Horner framkvæmdarstjóri sigurliðs Red Bull er ósammála Alonso. Horner á hlut að máli þar sem það var Mark Webber, annar ökumanna hans sem lenti í óhappi og öryggisbíllinn kom út vegna þess. Hamilton stakk sér framúr honum og var refsað af dómurum, en Alonso þótti refsingin ekki næg. Hann tapaði engu sæti, á meðan Alonso fór að reglum og féll í áttunda sæti í mótinu þegar yfir lauk. Horner telur að Alonso hafi einfaldlega verið óheppinn. "Reglur um öryggisbílinn féllu ekki með Ferrari og McLaren menn voru kannski dálítið kræfir með það hvernig þeir fóru að, en þeir fengu sína refsingu. Það reyndist þeim ekki dýrkeypt, en ég tel ekki að brögð hafi verið í tafli. FIA þarf að skoða reglur um öryggisbílinn í framtíðinni", sagði Horner. Martin Whitmarsh hjá McLaren sagðist ekki skilja ummæli Alonso, þar sem McLaren hefði fengið refsingu. "Það var mjög erfitt að koma í veg fyrir það sem gerðist. Þetta var minniháttar mál. Málið fór fyrir dómara og þeir tóku ákvörðun. Alonso kann að hafa aðra skoðun, en þetta er bara eðlilegt í kappakstri", sagði Whitmarsh. Alonso var mjög ósáttur eftir mótið og sagðist hafa farið að reglum og aðeins náð áttunda sæti, en sá sem braut af sér hefði náð öðru sæti. Hann sagðist aldrei áður hafa séð ökumanna fara framúr öryggisbílnum. Níu ökunmönnum var refsað eftir keppni fyrir að fara ekki að regtlum þegar öryggisbíllinn var inn á brautinni og fengu allir fimm sekúndna refsingu fyrir. Alonso færðist upp um eitt sæti fyrir vikið. Brot þeirra var annars konar en Hamiltons.
Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira