Prófmál fyrir fræga fólkið 29. september 2010 07:00 Harður í horn að taka David Beckham hyggst ekkert gefa eftir í málsókn sinni og hyggst draga bæði vændiskonuna Irmu Nici og tímaritið In Touch fyrir dómstóla. Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Beckham-hjónin eru ógnarstórt fyrirtæki sem byggir á fjölskylduímynd. Frétt In Touch um framhjáhald eiginmannsins er því mætt af fullri hörku. Verður mál Davids Beckham til þess að slúðurblöð hiki við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu? Lögfræðingar í þremur löndum eru með mál Davids Beckham á sinni könnu. Lögfræðingar í Bretlandi fylgjast grannt með gangi mála hjá breskum blöðum og umfjöllun þeirra um málið, lögfræðingar í Bandaríkjunum fengu það verkefni að undirbúa málsókn á hendur Irmu Nici, ritstjóra In Touch, og fleiri tengdum fréttinni. Og þá eiga þýskir lögfræðingar að sjá um málarekstur á hendur útgáfufélagi blaðsins, Bauer, sem er í Þýskalandi. Beckham hyggst ekki semja um málið heldur fara með það fyrir dómstóla. Þetta kemur skýrt og greinilega fram í stefnu sem var birt vændiskonunni Irmu Nici en hún er andlit fréttar In Touch og hefur haldið því fram að Beckham hafi sængað hjá sér og vinkonu sinni gegn hárri greiðslu. Breska blaðið The Sun hefur fylgst grannt með gangi mála í New York þar sem Irma hefur falið sig en lögfræðingaher hafði loks upp á henni í svörtum jeppa þar sem hún var föst í umferðarteppu. Samkvæmt The Sun var hún elt þaðan á skrifstofu lögfræðinga sinna þar sem henni var birt stefnan. The Sun greinir frá innihaldi stefnunnar sem er níu síður. Þar kemur meðal annars fram að ásakanir Irmu séu rangar og hafi valdið Beckham miklu hugarangri. Hann sé í fréttinni sakaður um glæpsamlegt athæfi og hann er sýndur sem ótrúr eiginmaður auk þess sem gefið er í skyn að hann hafi stofnað heilsu eiginkonu sinnar í hættu með því að stunda kynmök við tvær vændiskonur. Beckham fer fram á skaðabætur upp á sextán milljónir punda, eða tæpa þrjá milljarða íslenskra króna. Í frétt The Sun er einnig vísað til bréfs sem lögfræðingur Beckham-hjónanna sendi ritstjórn In Touch en þar er varað við umfangsmiklum aðgerðum verði fréttin birt. Þar kemur einnig fram sú staðhæfing að frásögn Irmu sé alfarið hafnað sem lygi. The Sun hefur eftir heimildarmanni sínum að forstjóri útgáfufyrirtækis In Touch, Heins Bauer, sé algjörlega miður sín yfir málunum. „Það er eins og eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis, þannig er andrúmsloftið hérna,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Málarekstur Beckham gegn In Touch og Bauer-útgáfufyrirtækinu gæti verið fordæmisgefandi. Ef fyrirtækinu verði gert að greiða hinar himinháu skaðabætur má vera ljóst að slúðurpressan vestanhafs munu væntanlega hika við að birta framhjáhaldssögur af fræga fólkinu án þess að vera með haldbæra sönnun fyrir því. freyrgigja@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning