Hamilton vill brúa bilið í þá fljótustu 30. apríl 2010 13:49 Lewis Hamilton vonast kannski eftir rigningu, þar sem hann segir að í þurru hafi keppinautar hans verið á fljótari bílum til þessa. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. "Við verðum með nokkuð stórar endurbætur á bílnum. Það var hinsvegar barnalegt að halda að þær geri okkur að hástökkvurum, því nánast öll lið munu mæta með endurbættar yfirbyggingar til Barcelona. Ég er bjartsýnn á að þær brúi bilið í bílanna fyrir framan", sagði Hamilton í liðsfréttum McLaren á vefsíðu autosport.com. "Við höfum sannað að við erum mjög góðir í að þróa bílanna á keppnistímabilinu og ég vona því að við verðum í góðum málum í Barcelona", sagði Hamilton, en í fyrra byrjaði McLaren með heldur slakan bíl, en óx ásmeginn. Jenson Button hjá McLaren hefur nú forystu í stigakeppni ökumanna á undan Nico Rosberg, Fernando Alonso og Hamilton kemur þar á eftir. Hamilton er 11 stigum á eftir Button, en vegna nýrrar stigagjafar þá er það mjög lítill munur og fjöldi ökumanna á raunhæfa möguleika á titilslag þegar mótin í Evrópu byrja um aðra helgi með mótinu á Spáni. "Ef það verður þurrt, þá verður erfiðara fyrir okkur að vera meðal þeirra fremstu. Við munum leggja alla áherslu á tímatökuna, þar sem það er alltaf erfitt að komast framúr á brautinni. Ég geri ráð fyrir að keppendur taki aðeins eitt þjónustuhlé og því er enn mikilvægara en ella að ná góðum stað á ráslínu", sagði Hamilton. Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn fengu kærkomna hvíld í vikunni eftir nokkuð annasamar vikur frá upphafi tímabilsins í mars. Þeir keppa í næstu viku í Barcelona á Spáni og Lewis Hamilton býst við framförum hjá McLaren liðinu. "Við verðum með nokkuð stórar endurbætur á bílnum. Það var hinsvegar barnalegt að halda að þær geri okkur að hástökkvurum, því nánast öll lið munu mæta með endurbættar yfirbyggingar til Barcelona. Ég er bjartsýnn á að þær brúi bilið í bílanna fyrir framan", sagði Hamilton í liðsfréttum McLaren á vefsíðu autosport.com. "Við höfum sannað að við erum mjög góðir í að þróa bílanna á keppnistímabilinu og ég vona því að við verðum í góðum málum í Barcelona", sagði Hamilton, en í fyrra byrjaði McLaren með heldur slakan bíl, en óx ásmeginn. Jenson Button hjá McLaren hefur nú forystu í stigakeppni ökumanna á undan Nico Rosberg, Fernando Alonso og Hamilton kemur þar á eftir. Hamilton er 11 stigum á eftir Button, en vegna nýrrar stigagjafar þá er það mjög lítill munur og fjöldi ökumanna á raunhæfa möguleika á titilslag þegar mótin í Evrópu byrja um aðra helgi með mótinu á Spáni. "Ef það verður þurrt, þá verður erfiðara fyrir okkur að vera meðal þeirra fremstu. Við munum leggja alla áherslu á tímatökuna, þar sem það er alltaf erfitt að komast framúr á brautinni. Ég geri ráð fyrir að keppendur taki aðeins eitt þjónustuhlé og því er enn mikilvægara en ella að ná góðum stað á ráslínu", sagði Hamilton.
Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti