Button: Besti sigurinn frá upphafi 18. apríl 2010 18:34 Lewis Hamilton, Martin Whitmarsh og Jenson Button fagna tvöföldum sigri McLaren í Kína í dag. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button var kampakátur sigurvegari Formúlu 1 mótsins í Kína í dag, en var taugaspenntur um tíma þegar öryggisbíll var kallaður inn á brautina vegna óhapps. Hafði áhyggjur af stöðu sinni eftir að hafa náð forystu. "Þetta er besti sigur minn, en í hvert skipti sem maður vinnur upplifir maður besta sigurinn, en þessi þurfti mikla fyrirhöfn við erfiðar aðstæður", sagði Button á fundi með fréttamönnum. "Ég var kominn með hjartað upp í munn þegar öryggisbíllinn kom út, vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var kominn með gott forskot og skyndilega náðu mér allir vegna öryggisbílsins, þetta gerði mér erfitt fyrir... En svo þegar ég var kominn með ný dekk undir bílinn í loki leið mér vel og bíllinn var frábær. Ég keyrði hæfilega hratt til að halda stöðunni." "Svo fór að rigna aftur í lokin, eftir að ég hafði náð ágætu forskoti á Hamilton. Ég gerði mistök í krappri beygju og fór of utarlega, en það slapp til. Ég flaut upp á köflum í bleytunni og varð að slaka á. Það var virkilega erfitt að keppa við þessar aðstæður." "Sigurinn er kærkominn og er þýðingarmikill. Við tókum réttar ákvarðanir á mikilvægum stundum. Þessi keppni snerist um útsjónarsemi og að lesa aðstæður rétt. Það að koma sekúndu á undan Hamilton í mark sýnir hvað liðið hefur gert góða hluti í mótinu", sagði Button. Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bretinn Jenson Button var kampakátur sigurvegari Formúlu 1 mótsins í Kína í dag, en var taugaspenntur um tíma þegar öryggisbíll var kallaður inn á brautina vegna óhapps. Hafði áhyggjur af stöðu sinni eftir að hafa náð forystu. "Þetta er besti sigur minn, en í hvert skipti sem maður vinnur upplifir maður besta sigurinn, en þessi þurfti mikla fyrirhöfn við erfiðar aðstæður", sagði Button á fundi með fréttamönnum. "Ég var kominn með hjartað upp í munn þegar öryggisbíllinn kom út, vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var kominn með gott forskot og skyndilega náðu mér allir vegna öryggisbílsins, þetta gerði mér erfitt fyrir... En svo þegar ég var kominn með ný dekk undir bílinn í loki leið mér vel og bíllinn var frábær. Ég keyrði hæfilega hratt til að halda stöðunni." "Svo fór að rigna aftur í lokin, eftir að ég hafði náð ágætu forskoti á Hamilton. Ég gerði mistök í krappri beygju og fór of utarlega, en það slapp til. Ég flaut upp á köflum í bleytunni og varð að slaka á. Það var virkilega erfitt að keppa við þessar aðstæður." "Sigurinn er kærkominn og er þýðingarmikill. Við tókum réttar ákvarðanir á mikilvægum stundum. Þessi keppni snerist um útsjónarsemi og að lesa aðstæður rétt. Það að koma sekúndu á undan Hamilton í mark sýnir hvað liðið hefur gert góða hluti í mótinu", sagði Button.
Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira