Stórafmæli Sniglabandsins 25. ágúst 2010 08:00 Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira