Stórafmæli Sniglabandsins 25. ágúst 2010 08:00 Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Sniglabandið hefur verið starfrækt í 25 ár og ávallt notið mikilla vinsælda. Afmælistónleikar verða haldnir í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. 25 ár eru liðin síðan hin ástæla hljómsveit Sniglabandið hélt sína fyrstu tónleika. Hún ætlar að fagna afmælinu með tónleikum á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. „Við erum búnir að undirbúa þetta leynt og ljóst þetta árið. Bandið hefur verið að spila mikið frá því snemma í vor og þá hafa þetta verið meiri tónleikar en dansleikir," segir Pálmi Sigurhjartarson, liðsmaður Sniglabandsins. Hann segir að sveitinni hafi láðst að halda upp á tuttugu ára afmælið sitt og því hafi ekki annað komið til greina en halda veglega upp á þetta afmæli. „Þess vegna ákváðum við að gera vel við okkur á þessu ári," segir hann. Í tilefni tímamótanna kemur út þriggja diska pakki frá Sniglabandinu í október. Einn diskurinn verður með bestu lögunum, annar með tónleikaupptökum og sá þriðji verður DVD-mynddiskur sem var tekinn upp á vel heppnuðum tónleikum í Borgarleikhúsinu fyrir þremur árum. Hljómsveitin leggur mikið upp úr sjónrænni upplifun á afmælistónleikunum, enda hefur hún unnið töluvert í leikhúsi í gegnum árin. Margir góðir gestir mæta til leiks, þar á meðal félagar úr Gospelkór Reykjavíkur, Lögreglukór Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitin Islam, og lúðrasveitin Svanur. 25 ár eru langur tími í sögu einnar hljómsveitar. Bandið var stofnað af Skúla Gautasyni og hafði á að skipa félögum úr Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Nafngiftin var því nánast sjálfgefin. Í áranna rás öðlaðist Sniglabandið sjálfstæði frá mótorhjólaheiminum og hefur fremur verið þekkt fyrir ólíkindi og óvæntar uppákomur auk framúskarandi hljóðfæraleiks. Pálmi er með yngsta starfsaldur allra meðlimanna, eða átján ár. Hann segir að tíminn í Sniglabandinu hafi verið mjög skemmtilegur og vafalítið hafi engan órað fyrir því í upphafi að sveitin ætti eftir að starfa svona lengi. Hún hefur þó tekið sínar pásur, eins og nauðsynlegt er. „Eins og með svo margt þá verða menn að taka sér hlé og koma aftur til að halda geðheilsunni á þessum íslenska markaði," segir hann og hvetur fólk til að mæta í Borgarleikhúsið og gleðjast með Sniglunum á laugardaginn. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira