Schumacher og Mercedes vex ásmeginn 27. október 2010 15:13 Michael Schumacher hefur þótt snjall í rigningu og náði fjórða sæti á Mercedes í Suður Kóreu á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ross Brawn, yfirmaður Mercedes Formúlu 1 liðsins telur að liði síni hafið vaxið ásmeginn að undanförnu, en Michael Schumacher náði fjórða sæti í tilþrifamikilli keppni í Suður Kóreu á sunnudaginn. Nico Rosberg, liðsfélagi Schumachers féll úr leik eftir að Mark Webber ók í veg fyrir hann eftir óhapp. Webber var í öðru sæti þegar bíll hans rakst á varnargirðingu, eftir að hafa snúist á kanti. Schumacher lauk keppni í sjötta sæti í mótinu á undan í Japan og varð fjórði í Suður Kóreu í mikilli rigningarkeppni á eftir Fernando Alonso á Ferrari, Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa á Ferrari. "Við erum á réttri leið, en þetta hefur tekið okkur lengri tíma en við áttum von á, en við erum alltaf að sjá framfaraskref og raða þessu saman fyrir næsta tímabil", sagði Brawn í frétt á autosport.com. Merecedes menn ákváðu að leggja meiri áherslu á bíl næsta árs, eftir að ljóst var að 2010 bíllinn stóðst ekki samanburð á við liðin í toppslagnum. Brawn segir að liðið sé núna að skilja betur hvaða bíl það er með í höndunum í dag og það skili betri árangri og menn séu að læra tökin á tækninni. Brawn varð meistari í fyrra með eigið lið, sem hann seldi síðan til Mercedes. Brawn telur að Rosberg hefði getað náð öðru sæti í Suður Kóreu, ef Webber hefði ekki lent á varnarvegg, en bíll hans rann síðan í veg fyrir Rosberg. Nokkuð sem Rosberg hefur gangrýnt og taldi hann að Webber hefði átt að stöðva bílinn, en hann var að reyna að halda áfram.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira