Engin transfita 9. nóvember 2010 06:00 Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Um daginn birtist heilsíðuauglýsing í blaði þar sem ákveðin tegund örbylgjupopps var auglýst undir orðunum „Engin transfita“. Auglýsingin gladdi mig mjög því hún sýnir að markaðurinn bregst við umræðunni um óhollustu transfitusýra í matvælum. Nýlega birtist einnig þessi áskorun: „Aðalfundur Læknafélags Íslands [...] skorar á Alþingi Íslendinga að samþykkja nú þegar þá þingsályktunartillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um takmörkun á transfitusýrum í matvælum á Íslandi. Neysla transfitusýra í matvælum eykur tíðni hjarta- og æðasjúkdóma verulega.“ Auglýsingin og áskorunin sýna að nú er lag fyrir stjórnvöld að taka af skarið og setja reglur um transfitusýrur í matvælum. Undirrituð hefur ásamt meðflutningsmönnum lagt slíka tillögu fyrir Alþingi. Kröfur um að efni hættuleg heilsunni verði takmörkuð eða bönnuð í matvælum fara vaxandi. Transfitusýrur í matvælum eru dæmi um þetta. Nýlega kynnti danskur læknir, Steen Stender, aðalfundi Læknafélags Íslands og fulltrúum í heilbrigðisnefnd Alþings reynsluna af takmörkun transfitusýra í matvælum í Danmörku. Hann er leiðandi á þessu sviði og dró vagninn árið 2003, þegar Danir settu, fyrstir allra, reglur um að matvara mætti ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g fitunnar. Sviss og Austurríki hafa nú sett svipaðar reglur. Reynsla Dana er mjög góð og sýnir rannsókn að þeir innbyrða minnst af transfitusýrum af þeim 24 þjóðum sem skoðaðar voru. Íslendingar skipuðu sér hins vegar í verstu sætin ásamt Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum. Transfitusýrur myndast þegar olía er hert í harða fitu. Hörð fita er notuð til að matvæli fái eftirsóknarverða eiginleika, s.s. aukið geymsluþol. Transfitusýrur eru einkum í matvörum þar sem bökunarsmjörlíki eða djúpsteikingarfeiti sem inniheldur herta fitu er notuð við framleiðslu. Vörur sem mögulega innihalda transfitusýrur eru t.d. smjörlíki, steikingarfeiti, kökur, kex, franskar kartöflur, djúpsteiktur skyndibitamatur, örbylgjupopp, snakk og sælgæti. Þessar vörur eru vinsælar meðal barna og unglinga. Dæmi eru um að transfitusýrur geti verið allt að 60% af heildarfitumagni í matvöru. Neysla á transfitusýru eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur. Ef neytt er meira en 5 g af transfitusýrum á dag aukast líkur á slíkum sjúkdómum um 25-30%. Hér á landi er auðvelt að fá það magn í einni máltíð. Neysla transfitusýra eykur einnig hættu á offitu og sykursýki. Hin seinni ár hefur neysla transfitusýra hér minnkað nokkuð, m.a. vegna minni neyslu og breyttrar samsetningar smjörlíkis. Meðaltalshlutfall er samt of hátt og ljóst að fjöldi Íslendinga er að innbyrða allt of mikið magn transfitusýra. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir með að neyslan fari ekki yfir 2 g á dag. Meðan ekki er búið að setja reglur um hámarksmagn transfitusýra geta neytendur reynt að verjast með því að rýna í merkingar á matvörum. Matur sem inniheldur transfitusýrur er oftast merktur á ensku sem „partially hydrogenated oil“ og á dönsku „delvist hærdet olie/fedt“. Neytendur geta einnig valið olíur og mjúka fitu í stað harðrar fitu og tekið lýsi. Brýnt er að Alþingi taki af skarið sem fyrst í þessu mikilvæga neytendamáli og setji reglur um takmörkun transfitusýra í matvælum. Ávinningurinn er mikill.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun