Schumacher bjartsýnn á gott gengi 21. október 2010 13:50 Michael Schumacher brosmildir á göngu á brautinni í Suður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast. "Ég verð að segja það að gekk nokkuð vel á Suzuka, sérstaklega í keppninni. Bíllinn var nokkuð samkeppnisfær miðað við bíla keppinautanna, í fyrsta skipti í langan tíma og það var skemmtileg", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. "Ég var hrifinn af því hvernig bíllinn lét á Suzuka, því miðað við karakter bílsins bjóst ég við einu af erfiðustu mótunum á árinu. Ég held að þesi braut ætti að henta okkur betur (í Suður Kóreu) og við ættum því að vera samkeppnisfærari en við vorum á Suzuka." Schumacher telur þó að mikið þurfi að koma til ef hann á að komast á verðlaunapall. "Ég tel að við þurfum heppni til að komast á verðlaunapall. Auðvitað munum við reyna. Það er erfitt verkefni, en hví ekki að setja það markmið. En í alvöru talað, þá erum við líklega næstir á eftir Red Bull, Ferrari og McLaren hvað styrkleika varðar." Schumacher talaði um að möguleiki sé á rigningu á sunnudag og ef skyndileg rigning verður þá væri aldrei að vita hvað gerðist. "Það væri gamajn að komast á verðlaunapall með Mercedes og það væri góð úrslit, trúlega það mesta sem við gætum óskað okkur. En á persónulegu nótunum þá myndi það ekki skipta verulegu máli. Ég hef önnur markmið. Ég er hér til að ná árangri með liðinu og það er okkar markmið. Ég sakna árangurs og hvort ég næ á verðlaunapall annað slagið, það er ekki það allra mikilvægasta", sagði Schumacher, en Mercedes liðið hefur sett stefnuna á betri árangur árið 2011 og að mæta með samkeppnisfærari bíl þá en tókst að smíða í ár. Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Michael Schumacher er á nýja mótssvæðinu í Suður Kóreu, en hann sýndi gamla takta í síðustu keppni á Suzuka brautinni í Japan og varð í sjötta sæti, næstur á eftir köppunum fimm í titilslagnum. Schumacher ekur með Mercedes, en hefur átt erfitt með að ná almennilegum tökum á bílnum, en gekk vel síðast. "Ég verð að segja það að gekk nokkuð vel á Suzuka, sérstaklega í keppninni. Bíllinn var nokkuð samkeppnisfær miðað við bíla keppinautanna, í fyrsta skipti í langan tíma og það var skemmtileg", sagði Schumacher í frétt á autosport.com. "Ég var hrifinn af því hvernig bíllinn lét á Suzuka, því miðað við karakter bílsins bjóst ég við einu af erfiðustu mótunum á árinu. Ég held að þesi braut ætti að henta okkur betur (í Suður Kóreu) og við ættum því að vera samkeppnisfærari en við vorum á Suzuka." Schumacher telur þó að mikið þurfi að koma til ef hann á að komast á verðlaunapall. "Ég tel að við þurfum heppni til að komast á verðlaunapall. Auðvitað munum við reyna. Það er erfitt verkefni, en hví ekki að setja það markmið. En í alvöru talað, þá erum við líklega næstir á eftir Red Bull, Ferrari og McLaren hvað styrkleika varðar." Schumacher talaði um að möguleiki sé á rigningu á sunnudag og ef skyndileg rigning verður þá væri aldrei að vita hvað gerðist. "Það væri gamajn að komast á verðlaunapall með Mercedes og það væri góð úrslit, trúlega það mesta sem við gætum óskað okkur. En á persónulegu nótunum þá myndi það ekki skipta verulegu máli. Ég hef önnur markmið. Ég er hér til að ná árangri með liðinu og það er okkar markmið. Ég sakna árangurs og hvort ég næ á verðlaunapall annað slagið, það er ekki það allra mikilvægasta", sagði Schumacher, en Mercedes liðið hefur sett stefnuna á betri árangur árið 2011 og að mæta með samkeppnisfærari bíl þá en tókst að smíða í ár.
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira