Hamilton: Lokamótið stórkostlegt fyrir áhorfendur 10. nóvember 2010 12:37 Lewis Hamilton á ferð á mótssvæðinu í Abu Dhabi, en margar byggingar eru hinar skrautlegustu á svæðinu. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag. Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er einn fjögurra ökumanna sem á möguleika á meistaratili ökumanna í lokamótinu í Abu Dhabi um helgina. Hann verður að vinna mótið til að eiga nokkra möguleika á titilinum og keppinautum hans þarf að ganga miður vel. Fernando Alonso er 24 stigum á undan Hamilton, Mark Webber 16 stigum og Sebastian Vettel 9 stigum. Fyrir sigur fengi Hamilton 25 stig og gengi hans ræðst af því hvar keppinautarnir ljúka keppni. Alonso má þá ekki fá nein stig í mótinu, sem þýðir að hann verður að vera í ellefta sæti eða neðar. Webber verður að sama skapi að lenda í sjötta sæti eða neðar og Vettel má ekki vera ofar en í þriðja sæti. Ef þetta yrði lokastaða keppinauta Hamiltons, þá ynni hann titilinn með einu stigi á Webber og Vettel. "Ég hef verið í titilslagnum tvö síðustu keppnistímabil og veit því hvaða álag fylgir því, þegar titilinn er nánst í höndum manns. Núna er þetta öðruvísi. Ég á tölfræðilega möguleika og þarf bæði að vinna og forystumaður stigamótins má ekki fá stig. Það dugir ekki einu sinni til og álagið er því minna en 2007 og 2008", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hamilton segist þó mæta galvaskur í slaginn og það hafi sýnt sig að málin geta þróast á ýmsan hátt og síðasta mótið gæti verið óútreiknanlegt. "Ég veit það að eigin reynslu að tímabilið er ekki búið fyrr en komið er yfir endamark og ég þarf að ljúka mótinu og pressa stíft. Þetta verður stórkostlegur viðburður mót fyrir áhorfendur um heim allan", sagði Hamilton. Mótið í Abu Dhabi hefst í dagsbirtu en lýkur við sólsetur og í flóðljósum og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá á sunnudag.
Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira