Fótbolti

Jose Mourinho: Ég þoli ekki ítalskan fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.
Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan, á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. Mynd/AP

Það er ekki margt sem bendir til þess að Jose Mourinho verði áfram í ítalska fótboltanum enda er portúgalski stjórinn kominn í mikið stríð við knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu.

Mourinho notaði tækifærið á blaðamannafundi fyrir leik Inter í Meistaradeildinni á móti CSKA Moskvu til þess að tjá óánægju sína með ítalska knattspyrnu.

„Staðan er einföld og ég er mjög ánægður," sagði hinn 47 ára gamli Jose Mourinho en bætti svo við: „Ég er ánægður hjá Inter en ég er óánægður með ítalskan fótbolta," sagði Jose Mourinho, þjálfari Inter Milan.

„Ég tala alltaf frá hjartanu en ég ef talaði núna frá hjartanu um ítölsku deildina þá fengi ég bara leikbann að launum," sagði Mourinho sem er nýkominn aftur úr sjálfskipuðu fjölmiðlabanni sínu en hann hélt sinn fyrsta blaðamannafund í sex vikur með ítölskum blaðamönnum í gær.

„Ég þoli ekki ítalskan fótbolta af þeir þeir þola ekki mig," sagði portúgalski stjórinn af sínum velþekkta og sjarmerandi hroka.

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×