Stíllinn taminn Trausti Júlíusson skrifar 18. október 2010 07:00 Innundir skinni. Tónlist **** Innundir skinni Ólöf Arnalds Ólöf Arnalds vakti verðskuldaða athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Við og við, sem kom út í ársbyrjun 2007. Hún hefur greinilega ákveðið að vera ekkert að flýta sér í næstu plötu, en nú þremur og hálfu ári seinna er hún komin. Á Innundir skinni eru níu lög eftir Ólöfu sem syngur og spilar á fjölda hljóðfæra, en auk hennar koma margir aðrir tónlistarmenn við sögu á plötunni, þ.á.m. Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson og söngvararnir Ragnar Kjartansson og Björk. Ólöf Arnalds hefur einn mikilvægan kost til að bera. Hún er búin að skapa sér sinn eigin stíl. Það er ekki jafn algengt og maður gæti haldið nú á dögum. Stíllinn hennar Ólafar, sem m.a. einkennist af sérstökum söng, var kominn á fyrstu plötunni, en á þeirri nýju heldur hún áfram að þróa hann. Tónlistin á Við og við var frekar lágstemmd. Það á líka við um Innundir skinni, en nú eru útsetningarnar fjölbreyttari og úthugsaðri og hljómurinn er miklu betri. Við og við hljómar hrá við hliðina á nýju plötunni. Annar kostur við Ólöfu eru textarnir hennar sem eru bæði á íslensku og ensku. Þeir eru margir persónulegir, en ná samt eitthvað svo vel til manns. Vináttan er Ólöfu hugleikin, titillagið Innundir skinni fjallar um líf sem kviknar og vex og Crazy Car sem Ólöf semur og syngur með Ragnari Kjartanssyni er skemmtilega þversagnakenndur og skrítinn texti við frábært lag. Lagasmíðarnar eru melódískar og sumar mjög grípandi. Útsetningarnar eru fjölbreyttar eins og áður segir og fjölmörg hljóðfæri fá að hljóma. Platan er samt aldrei ofhlaðin. Það er einhver „minna er meira“ stemning á henni sem á við um útsetningarnar og reyndar líka lengd plötunnar sem er ekki nema rúmur hálftími. Lagið Surrender sem Ólöf syngur með Björk er svo alveg sér á báti. Það er seinteknara en hin lögin, en nær að heilla mann eftir nokkur skipti. Á heildina litið er þetta fín plata hjá Ólöfu. Alvöru plata frá alvöru listamanni. Niðurstaða: Ólöf Arnalds heldur áfram að fullkomna stílinn sinn á fínni plötu. Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist **** Innundir skinni Ólöf Arnalds Ólöf Arnalds vakti verðskuldaða athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Við og við, sem kom út í ársbyrjun 2007. Hún hefur greinilega ákveðið að vera ekkert að flýta sér í næstu plötu, en nú þremur og hálfu ári seinna er hún komin. Á Innundir skinni eru níu lög eftir Ólöfu sem syngur og spilar á fjölda hljóðfæra, en auk hennar koma margir aðrir tónlistarmenn við sögu á plötunni, þ.á.m. Davíð Þór Jónsson og Skúli Sverrisson og söngvararnir Ragnar Kjartansson og Björk. Ólöf Arnalds hefur einn mikilvægan kost til að bera. Hún er búin að skapa sér sinn eigin stíl. Það er ekki jafn algengt og maður gæti haldið nú á dögum. Stíllinn hennar Ólafar, sem m.a. einkennist af sérstökum söng, var kominn á fyrstu plötunni, en á þeirri nýju heldur hún áfram að þróa hann. Tónlistin á Við og við var frekar lágstemmd. Það á líka við um Innundir skinni, en nú eru útsetningarnar fjölbreyttari og úthugsaðri og hljómurinn er miklu betri. Við og við hljómar hrá við hliðina á nýju plötunni. Annar kostur við Ólöfu eru textarnir hennar sem eru bæði á íslensku og ensku. Þeir eru margir persónulegir, en ná samt eitthvað svo vel til manns. Vináttan er Ólöfu hugleikin, titillagið Innundir skinni fjallar um líf sem kviknar og vex og Crazy Car sem Ólöf semur og syngur með Ragnari Kjartanssyni er skemmtilega þversagnakenndur og skrítinn texti við frábært lag. Lagasmíðarnar eru melódískar og sumar mjög grípandi. Útsetningarnar eru fjölbreyttar eins og áður segir og fjölmörg hljóðfæri fá að hljóma. Platan er samt aldrei ofhlaðin. Það er einhver „minna er meira“ stemning á henni sem á við um útsetningarnar og reyndar líka lengd plötunnar sem er ekki nema rúmur hálftími. Lagið Surrender sem Ólöf syngur með Björk er svo alveg sér á báti. Það er seinteknara en hin lögin, en nær að heilla mann eftir nokkur skipti. Á heildina litið er þetta fín plata hjá Ólöfu. Alvöru plata frá alvöru listamanni. Niðurstaða: Ólöf Arnalds heldur áfram að fullkomna stílinn sinn á fínni plötu.
Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira