Snekkjum sökkt eða þeim siglt í strand í kreppunni 28. apríl 2009 15:18 Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum. Í nýlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að fjármálakreppan skilji nú eftir haug af löskuðum eða illa förnum snekkjum og skútum í kjölfari sínu. Auðkennisnúmer séu skafin af, nöfnin á skrokkunum fölsuð og síðan er botnlokinn opnaður. Afleiðingar þessa eru oft að innsiglingar í hafnir stíflast og strandlengjur eru mengaðar af skipsskrokkum sem hið opinbera neyðist síðan til að hreinsa upp. Fleiri ríki í Bandaríkjunum vinna nú að nýrri löggjöf sem gerir þeim kleyft að sækja eigendur viðkomandi skipa til saka fyrir þetta athæfi. „Hafið undan ströndum okkar er að breytast í ruslahaug," segir Paul Oullette hjá Fish and Wildlife stofnuninni í Flórída. Paul telur jafnframt að vandamálið fari vaxandi. Hann bendir á að við upphaf síðasta árs mátti telja yfirgefnar skútur/snekkjur á fingrum annarrar handar. Síðasta haust var fjöldinn kominn í 118 slík skip. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum. Í nýlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að fjármálakreppan skilji nú eftir haug af löskuðum eða illa förnum snekkjum og skútum í kjölfari sínu. Auðkennisnúmer séu skafin af, nöfnin á skrokkunum fölsuð og síðan er botnlokinn opnaður. Afleiðingar þessa eru oft að innsiglingar í hafnir stíflast og strandlengjur eru mengaðar af skipsskrokkum sem hið opinbera neyðist síðan til að hreinsa upp. Fleiri ríki í Bandaríkjunum vinna nú að nýrri löggjöf sem gerir þeim kleyft að sækja eigendur viðkomandi skipa til saka fyrir þetta athæfi. „Hafið undan ströndum okkar er að breytast í ruslahaug," segir Paul Oullette hjá Fish and Wildlife stofnuninni í Flórída. Paul telur jafnframt að vandamálið fari vaxandi. Hann bendir á að við upphaf síðasta árs mátti telja yfirgefnar skútur/snekkjur á fingrum annarrar handar. Síðasta haust var fjöldinn kominn í 118 slík skip.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira