Erlent

Stjórnarfundur á Everest

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mount Everest.
Mount Everest.

Ríkisstjórn Nepals hélt í morgun hálftímalangan fund á Kalipatar-sléttunni á fjallinu Mount Everest en hún er í 5.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki er vitað til þess að nokkur ríkisstjórn hafi fundað í svo mikilli hæð án þess að vera hreinlega í flugvél en tilgangur fundarins var að vekja athygli á gróðurhúsaáhrifum og þeirri staðreynd að hitastig í Himalaya-fjöllunum hækkar örast af öllum stöðum í Suður-Asíu með tilheyrandi bráðnun jökla. Ríkisstjórnin var flutt með þyrlum upp á fjallið og notuðu nokkrir ráðherranna súrefnisgrímur meðan á fundinum stóð. Stjórn Maldíveyja fundaði neðansjávar í október, einnig til að vekja athygli á umhverfismálum, en nú er ein vika í að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefjist í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×