Hvatt til meðalmennsku við Háskóla Íslands 28. desember 2009 06:00 Jón Steinsson skrifar um Háskóla Íslands Fyrir hartnær fimm árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Strax frá upphafi setti hún markið hátt með því að stefna að því að gera Háskólann að einum af 100 bestu háskólum í heimi. Stefna Háskóla Íslands 2006-2011 bar þessa metnaðar skýrt merki. Fyrsta aðalmarkmið þeirrar stefnu var framúrskarandi rannsóknir. Skólinn ætlaði sér að „efla hágæðarannsóknir sem standast alþjóðleg viðmið". Nánar til tekið stefndi skólinn að því að fjölga birtingum í virtum alþjóðlegum ritrýndum ISI-tímaritum um 100% fyrir árslok 2011. Hegðun fræðimanna eins og annarra ræðst að stórum hluta af þeim hvötum sem þeir standa frammi fyrir. Ef Háskóli Íslands ætlar að skipa sér á bekk með bestu háskólum heims er því bráðnauðsynlegt að hann veiti starfsfólki sínu sterka hvata til þess að eyða tíma sínum í hágæðarannsóknir. Helsta tæki skólans í þá veru er matskerfi rannsókna við skólann. Matskerfi rannsókna við Háskóla ÍslandsÞví miður hefur matskerfi rannsókna við Háskóla Íslands alls ekki veitt fræðimönnum við skólann hvata til þess að vinna að hágæðarannsóknum. Þvert á móti má segja að matskerfið hvetji þá eindregið til þess að framleiða mikið magn af lágæðarannsóknum. Stærsti galli kerfisins er að munurinn á vægi rannsókna eftir gæðum er allt of lítill. Á sviði heilbrigðisvísinda fást til dæmis fleiri stig fyrir tvær greinar í Læknablaðið (30 stig) en eina grein í Nature (20 stig). Í hagfræði fást fleiri stig fyrir tvo bókakafla í „innlendri ritrýndri útgáfu með alþjóðlega skírskotun" en fyrir eina grein í American Economic Review. Annar stór galli er að alls kyns smælki svo sem fyrirlestrar og veggspjöld á ráðstefnum, bókadómar og skýrslur geta veitt verulegan fjölda stiga. Innan læknisfræði og hagfræði er margfalt erfiðara að skrifa fræðigreinar á nægilega háu gæðastigi til þess að þær fáist birtar í Nature eða American Economic Review en að skrifa greinar sem fást birtar í miðlungs alþjóðlega ritrýndum tímaritum hvað þá innlendum tímaritum og bókaköflum. Hvatakerfi sem tekur ekki tillit til þessa veitir ekki rétta hvata. Ef munurinn á stigafjölda eftir gæðum er minni en munurinn á þeirri vinnu sem leggja þarf á sig til þess að hækka gæðastig rannsóknanna hvetur hvatakerfi ekki til framleiðslu á hágæðarannsókna heldur mikils magns lágæðarannsókna. Tökum hagfræði sem dæmi (þar sem ég þekki best til á því sviði). Til þess að skapa rétta hvata þyrfti stigafjöldi fyrir greinar í „topp 5" tímarit (t.d. American Economic Review) að vera a.m.k. tvisvar sinnum meiri en stigafjöldi fyrir grein í fremstu tímarit hverrar undirgreinar (t.d. Journal of Monetary Economics) sem aftur þyftu að hafa a.m.k. tvisvar sinnum meira vægi en önnur góð alþjóðleg tímarit í faginu sem aftur þyrftu að hafa a.m.k. tvisvar sinnum meira vægi en önnur tímarit og bókakaflar. Þá væri vægismunur á bókakafla í „innlendri ritrýndri útgáfu með alþjóðlega skýrskotun" og American Economic Review a.m.k. áttfaldur. Svona er þetta til dæmis á hagfræðideild Viðskiptaháskólans í Gautaborg. Á bestu skólum heims er vægismunurinn enn meiri. Ólíkar greinar í sama kerfiAnnar verulegur ókostur við matskerfi rannsókna í Háskóla Íslands er að sama kerfið er notað til þess að meta rannsóknir á ólíkum sviðum fræða. En mjög mismunandi hefðir hafa skapast um það hvernig rannsóknum er komið á framfæri á mismunandi sviðum. Í sumum fögum eru það til dæmis greinar í vísindatímarit sem fá mest vægi innan fræðasamfélagsins (t.d. í læknisfræði og hagfræði) á meðan bækur fá mest vægi í öðrum fögum (t.d. stjórnmálafræði). Á sumum sviðum er fjöldi höfunda á hverri grein mun meiri en í öðrum greinum. Í sumum fögum gefur röð höfunda til kynna upplýsingar um framlag þeirra á meðan í öðrum er stafrófsröð alltaf notuð. Í sumum fögum eru greinar stuttar og fremstu vísindamenn heims birta margar greinar á hverju ári á meðan í öðrum fögum er hver grein mun lengri og viðameiri. Og sumar greinar (eins og lögfræði og íslenska) hafa mikla sérstöðu þar sem rannsóknir eru að mestu bundnar við innanlandsmarkað. Þegar sama kerfi er notað fyrir öll svið geta fræðimenn nýtt sér veikleika kerfisins með því að einbeita sér að útgáfu sem er tiltölulega auðveld í þeirra fagi. Bókakaflar eru til dæmis ekki mikils metnir í hagfræði og því er auðvelt að fá bókakafla birta. Þar sem bókakaflar veita talsverðann fjölda stiga hafa hagfræðingar innan Háskólans hvata til þess að birta í bókaköflum í stað þess að birta í vísindatímaritum. Þetta grefur undan hvata fræðimannanna til þess að stunda hágæðarannsóknir. Til þess að matskerfið veiti fræðimönnum rétta hvata er nauðsynlegt að það taki mið af hefðum í hverju fagi. Til hvers er matskerfið notað?Ein ástæða þess að sama matskerfið er notað fyrir allan skólann er að matkerfið hefur a.m.k. tvö ólík hlutverk. Það er annars vegar notað við ákvarðanir um framgang og launakjör hvers fræðimans innan sinnar deildar. Og það er einnig notað til þess að ákvarða skiptingu fjár milli deilda og sviða innan skólans. Þetta er afleitt. Miklu nær væri að matskerfi rannsókna væri einungis notað við ákvarðanir um framgang og launakjör hvers fræðimans innan sinnar deildar. Þá væri unnt að útbúa gott hvatakerfi innan hverrar deildar sem veitti fræðimönnum í þeirri deild sterka hvata til þess að eyða tíma sínum í hágæðarannsóknir. Ákvarðanir um skiptingu fjár milli deilda og sviða eiga að byggjast á öðru. Fjögur ár liðinÍ Stefnu Háskóla Íslands 2006-2011 var kveðið á um endurskoðun á matskerfi rannsókna við skólann. Nú eru liðin fjögur ár og nánast ekkert hefur verið gert í því efni. Vísindanefnd skólans skilaði tillögum um nýtt matskerfi fyrr á þessu ári. Í tillögunum fólst lítið en markvert skref í rétta átt. Þær hefðu heldur dregið úr hvata starfsfólks Háskólans til þess að stunda lágæðarannsóknir en hefðu samt ekki snúið dæminu almennilega við. Jafnvel þessar hógværu breytingar voru hins vegar of mikið fyrir Háskólaráð sem virti þær að miklu leyti að vettugi og gerði enn veigaminni breytingar. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá kjöri núverandi rektors hefur mikið og gott starf verið unnið við Háskólann á ýmsum sviðum. Árangur af þessu starfi er talsverður. Til dæmis hefur birtingum vísindamanna Háskólans í ISI-tímarit fjölgað um ríflega 40% og fjárhæð rannsóknarstyrkja úr samkeppnissjóðum hefur aukist um rúm 45%. En þessi árangur er ekki vegna þess að fræðimenn háskólans hafi sterka hvata heldur þrátt fyrir að þeir hafi veika hvata. Til þess að unnt verði að hífa Háskóla Íslands upp á þann stall sem hann vill vera á er nauðsynlegt að rektor og Háskólaráð sýni kjark og geri róttækar breytingar á matskerfi rannsókna við skólann. Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinsson skrifar um Háskóla Íslands Fyrir hartnær fimm árum var Kristín Ingólfsdóttir kosin rektor Háskóla Íslands. Strax frá upphafi setti hún markið hátt með því að stefna að því að gera Háskólann að einum af 100 bestu háskólum í heimi. Stefna Háskóla Íslands 2006-2011 bar þessa metnaðar skýrt merki. Fyrsta aðalmarkmið þeirrar stefnu var framúrskarandi rannsóknir. Skólinn ætlaði sér að „efla hágæðarannsóknir sem standast alþjóðleg viðmið". Nánar til tekið stefndi skólinn að því að fjölga birtingum í virtum alþjóðlegum ritrýndum ISI-tímaritum um 100% fyrir árslok 2011. Hegðun fræðimanna eins og annarra ræðst að stórum hluta af þeim hvötum sem þeir standa frammi fyrir. Ef Háskóli Íslands ætlar að skipa sér á bekk með bestu háskólum heims er því bráðnauðsynlegt að hann veiti starfsfólki sínu sterka hvata til þess að eyða tíma sínum í hágæðarannsóknir. Helsta tæki skólans í þá veru er matskerfi rannsókna við skólann. Matskerfi rannsókna við Háskóla ÍslandsÞví miður hefur matskerfi rannsókna við Háskóla Íslands alls ekki veitt fræðimönnum við skólann hvata til þess að vinna að hágæðarannsóknum. Þvert á móti má segja að matskerfið hvetji þá eindregið til þess að framleiða mikið magn af lágæðarannsóknum. Stærsti galli kerfisins er að munurinn á vægi rannsókna eftir gæðum er allt of lítill. Á sviði heilbrigðisvísinda fást til dæmis fleiri stig fyrir tvær greinar í Læknablaðið (30 stig) en eina grein í Nature (20 stig). Í hagfræði fást fleiri stig fyrir tvo bókakafla í „innlendri ritrýndri útgáfu með alþjóðlega skírskotun" en fyrir eina grein í American Economic Review. Annar stór galli er að alls kyns smælki svo sem fyrirlestrar og veggspjöld á ráðstefnum, bókadómar og skýrslur geta veitt verulegan fjölda stiga. Innan læknisfræði og hagfræði er margfalt erfiðara að skrifa fræðigreinar á nægilega háu gæðastigi til þess að þær fáist birtar í Nature eða American Economic Review en að skrifa greinar sem fást birtar í miðlungs alþjóðlega ritrýndum tímaritum hvað þá innlendum tímaritum og bókaköflum. Hvatakerfi sem tekur ekki tillit til þessa veitir ekki rétta hvata. Ef munurinn á stigafjölda eftir gæðum er minni en munurinn á þeirri vinnu sem leggja þarf á sig til þess að hækka gæðastig rannsóknanna hvetur hvatakerfi ekki til framleiðslu á hágæðarannsókna heldur mikils magns lágæðarannsókna. Tökum hagfræði sem dæmi (þar sem ég þekki best til á því sviði). Til þess að skapa rétta hvata þyrfti stigafjöldi fyrir greinar í „topp 5" tímarit (t.d. American Economic Review) að vera a.m.k. tvisvar sinnum meiri en stigafjöldi fyrir grein í fremstu tímarit hverrar undirgreinar (t.d. Journal of Monetary Economics) sem aftur þyftu að hafa a.m.k. tvisvar sinnum meira vægi en önnur góð alþjóðleg tímarit í faginu sem aftur þyrftu að hafa a.m.k. tvisvar sinnum meira vægi en önnur tímarit og bókakaflar. Þá væri vægismunur á bókakafla í „innlendri ritrýndri útgáfu með alþjóðlega skýrskotun" og American Economic Review a.m.k. áttfaldur. Svona er þetta til dæmis á hagfræðideild Viðskiptaháskólans í Gautaborg. Á bestu skólum heims er vægismunurinn enn meiri. Ólíkar greinar í sama kerfiAnnar verulegur ókostur við matskerfi rannsókna í Háskóla Íslands er að sama kerfið er notað til þess að meta rannsóknir á ólíkum sviðum fræða. En mjög mismunandi hefðir hafa skapast um það hvernig rannsóknum er komið á framfæri á mismunandi sviðum. Í sumum fögum eru það til dæmis greinar í vísindatímarit sem fá mest vægi innan fræðasamfélagsins (t.d. í læknisfræði og hagfræði) á meðan bækur fá mest vægi í öðrum fögum (t.d. stjórnmálafræði). Á sumum sviðum er fjöldi höfunda á hverri grein mun meiri en í öðrum greinum. Í sumum fögum gefur röð höfunda til kynna upplýsingar um framlag þeirra á meðan í öðrum er stafrófsröð alltaf notuð. Í sumum fögum eru greinar stuttar og fremstu vísindamenn heims birta margar greinar á hverju ári á meðan í öðrum fögum er hver grein mun lengri og viðameiri. Og sumar greinar (eins og lögfræði og íslenska) hafa mikla sérstöðu þar sem rannsóknir eru að mestu bundnar við innanlandsmarkað. Þegar sama kerfi er notað fyrir öll svið geta fræðimenn nýtt sér veikleika kerfisins með því að einbeita sér að útgáfu sem er tiltölulega auðveld í þeirra fagi. Bókakaflar eru til dæmis ekki mikils metnir í hagfræði og því er auðvelt að fá bókakafla birta. Þar sem bókakaflar veita talsverðann fjölda stiga hafa hagfræðingar innan Háskólans hvata til þess að birta í bókaköflum í stað þess að birta í vísindatímaritum. Þetta grefur undan hvata fræðimannanna til þess að stunda hágæðarannsóknir. Til þess að matskerfið veiti fræðimönnum rétta hvata er nauðsynlegt að það taki mið af hefðum í hverju fagi. Til hvers er matskerfið notað?Ein ástæða þess að sama matskerfið er notað fyrir allan skólann er að matkerfið hefur a.m.k. tvö ólík hlutverk. Það er annars vegar notað við ákvarðanir um framgang og launakjör hvers fræðimans innan sinnar deildar. Og það er einnig notað til þess að ákvarða skiptingu fjár milli deilda og sviða innan skólans. Þetta er afleitt. Miklu nær væri að matskerfi rannsókna væri einungis notað við ákvarðanir um framgang og launakjör hvers fræðimans innan sinnar deildar. Þá væri unnt að útbúa gott hvatakerfi innan hverrar deildar sem veitti fræðimönnum í þeirri deild sterka hvata til þess að eyða tíma sínum í hágæðarannsóknir. Ákvarðanir um skiptingu fjár milli deilda og sviða eiga að byggjast á öðru. Fjögur ár liðinÍ Stefnu Háskóla Íslands 2006-2011 var kveðið á um endurskoðun á matskerfi rannsókna við skólann. Nú eru liðin fjögur ár og nánast ekkert hefur verið gert í því efni. Vísindanefnd skólans skilaði tillögum um nýtt matskerfi fyrr á þessu ári. Í tillögunum fólst lítið en markvert skref í rétta átt. Þær hefðu heldur dregið úr hvata starfsfólks Háskólans til þess að stunda lágæðarannsóknir en hefðu samt ekki snúið dæminu almennilega við. Jafnvel þessar hógværu breytingar voru hins vegar of mikið fyrir Háskólaráð sem virti þær að miklu leyti að vettugi og gerði enn veigaminni breytingar. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá kjöri núverandi rektors hefur mikið og gott starf verið unnið við Háskólann á ýmsum sviðum. Árangur af þessu starfi er talsverður. Til dæmis hefur birtingum vísindamanna Háskólans í ISI-tímarit fjölgað um ríflega 40% og fjárhæð rannsóknarstyrkja úr samkeppnissjóðum hefur aukist um rúm 45%. En þessi árangur er ekki vegna þess að fræðimenn háskólans hafi sterka hvata heldur þrátt fyrir að þeir hafi veika hvata. Til þess að unnt verði að hífa Háskóla Íslands upp á þann stall sem hann vill vera á er nauðsynlegt að rektor og Háskólaráð sýni kjark og geri róttækar breytingar á matskerfi rannsókna við skólann. Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia-háskóla.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun