Opið bréf til Jóns Bjarnasonar Snærós Sindradóttir skrifar 24. september 2009 06:00 Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrningarinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svokallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamiklir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á óttanum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í landinu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr greininni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisksins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í framhaldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerðist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndilausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíuhreinsistöð, ömurlegt verksmiðjuferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Stefna Vinstri grænna í sjávarútvegsmálum er skýr. Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er stefnan líka alveg á hreinu. Fara á leið fyrningar. Ég vil keyra á fyrningu kvótans og grasrót VG vill keyra á fyrningu kvótans. Fyrningarleiðin er langbesti kosturinn í stöðunni. Hún mun taka nokkurn tíma og verður án efa sársaukafull. En þannig er oft um erfiðar göngur – þær taka á. Það þýðir þess vegna ekki að hika – tíminn er naumur. Framsal kvótans var leyft árið sem ég fæddist. Á þeim átján árum sem liðin eru hefur þetta úldna kerfi gert svo mikinn skaða að mjög erfitt mun reynast að vinda ofan af því. Ef tuttugu ára áætlun fyrningarinnar á að standa óbreytt verður að hamra á henni núna. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig ástandið verður þegar óréttlætið hefur ríkt í 40 ár. Það er ástæða fyrir því að svokallaðir kvótakóngar bera það nafn. Þeir eru ríkir og valdamiklir en umfram allt frekir. Þeir eiga sín hagsmunasamtök sem um árabil hafa komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Þeir ala á óttanum og nota fjölmiðla og málpípur sínar á þingi og í sveitarstjórnum til að hamra á boðskapnum. Elsku Jón, ekki hlusta á þeirra kvart, kvein og kjökur. Það eru þessir menn og vinir þeirra sem innleiddu kerfið og hafa rænt þessum auðlindum almennings. Það er þeim að kenna að byggð í landinu hefur riðlast. Þeir dæla peningum úr greininni í óskyldar greinar. Fjármálahrunið má rekja til yfirveðsetningar fisksins í sjónum og spákaupmennsku þessara manna og annarra í framhaldinu. Þess vegna hrópar fólk eftir patentlausnunum. Þú veist hver þróunin hefur verið á Vestfjörðum. Þú veist hvað gerðist á Austfjörðum þar sem stóriðja átti að leysa bágt atvinnuástandið og fólksflóttann. Þetta var skyndilausn sem gerir sama gagn og súkkulaðistykki við hungri. Gott í stuttan tíma en síðan verður maður aftur svangur. Það er hins vegar ekkert undarlegt að rætt sé um olíuhreinsistöð, ömurlegt verksmiðjuferlíki, á kaffistofum Ísfirðinga. Vestfirðingar eru svangir núna eftir að hafa verið sveltir um árabil. Þess vegna segi ég við þig: Vertu hugrakkur, vertu duglegur en umfram allt vertu róttækur. Við trúum jú bæði á vinstri pólitíkina sem réttu leiðina til að leiðrétta óréttlæti, ekki satt? Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun