Viðskipti erlent

Kreppan eykur eftirspurn eftir ljóshærðum fyrirsætum

Fleiri umboðsskrifstofur fyrir fyrirsætur upplifa nú vaxandi eftirspurn eftir ljóshærðum fyrirsætum. Þetta er það sama og gerðist í kreppunni miklu í kringum 1930.

Í umfjöllun um málið í Jyllands Posten segir að ljóskurnar séu nú áberandi á síðum tískublaða á borð við Vogue í Frakklandi og Elle í Bretlandi.

„Ég hef tekið eftir því að þeir sem bóka fyrirsætur hjá okkur kalla oftast eftir fleiri ljóskum," segir Sarah Doukas forstjóri fyrirsætustofunnar Storm.

Og ástæðan fyrir því að ljóskurnar eru svo vinsælar nú er, að sögn Carol White hjá Premier Model Management, að menn leita eftir því „örugga" á tímum þegar sparnaður og aðhald er málið. „Ljóshærðar fyrirsætur höfða til breiðari hóps fólks en hinar," segir White.

Sálfræðingurinn dr. Abigael San segir að ljóshærðar fyrirsætur höfði til breiðari hóps fólks sökum þess að ljóst hár og blá augu teljist til klassískar fegurðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×