Viðskipti erlent

Kveður við bjartari tón

Skilyrt upplífgandi skilaboð var að finna í orðum Bens Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, samkvæmt umfjöllun greiningardeildar fjárfestingabankans Merrill-Lynch.

Mest upplífgandi voru að mati deildarinnar orð um að „eftirspurn, sér í lagi hjá heimilunum, væri að ná jafnvægi".

Seðlabankastjórinn bendir á að gegn þeirri þróun vinni veikur vinnumarkaður, sem kunni að veikjast enn frekar og fjármagnsskorður neytenda. Þá þykir jákvætt að Bernanke segir merki um að til botns megi nú sjá á fasteignamarkaði. Hann trúi því enn á hægan bata. - óká








Fleiri fréttir

Sjá meira


×