Viðskipti erlent

Novator selur 20% í Amer Sports fyrir 18 milljarða

Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt 20% hlut sinn í finnsku íþróttavöruverslunarkeðjunni fyrir 18 milljarða kr.

Í frétt um málið á Reuters segir að um 14,7 milljónir hluta hafi verið að ræða og voru þeir seldir á 7 evrur fyrir hlutinn eða samtals rúmlega 102 milljónir evra.

Verð þetta evar 15% undir skráðu verði á hlutnum við lok markaða í gær og hafa hlutir í Amer Sports fallið um þessa prósentu á markaðinum í morgun.

Að sögn Reuters var það sænski bankinn SEB Enskilda sem sá um söluna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×