Viðskipti erlent

Gengið frá sölu Straums á eQ bankanum í Finnlandi

Í dag var endanlega gengið frá sölu Straums á eQ netbankanum í Finnlandi til Nordnet Bank AB. Hvorki samkeppnis- né fjármálaeftirlit Finnlands gerðu athugasemd við söluna en tilkynnt var um hana í maímánuði s.l.

Í tilkynningu um málið frá Nordnet Bank segir að með kaupunum á eQ styrkist samkeppnisstaða bankans á Norðurlöndunum samhliða því að viðskiptavinum í Finnlandi fjölgar. eQ var með 57.000 viðskiptavini er Straumur seldi bankann. Söluverðið nam 400 milljónum sænskra kr. eða um 6,6 milljarði kr.

eQ er stærsti netbanki Finnlands en starfar þar að auki í verðbréfasölu, eignastýringu og fyrirtækjafjárfestingum. Nordnet Bankhefur undirritað viljayfirlýsingu um að selja fyrirtækjafjárfestingahluta eQ, sem gengur undir nafninu Advium, til stjórnenda hans.

Nordnet Bank er skráður í kauphöllinni í Stokkhólmi en hann er einn af stærstu netbönkum Norðurlandanna með um 240.000 viðskiptavini.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×