Evrópubankinn kastar bjarghring til Svíþjóðar 11. júní 2009 09:18 Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira