ESB vill herða reglur um vogunarsjóði Guðjón Helgason skrifar 30. apríl 2009 12:07 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu. Þetta er liður í tillögum framkvæmdastjórnarinnar sem eru ekki binandi fyrir aðildarríki ESB. Um er að ræða tillögur að reglubreytingum. Í þeim flest að eftirlit með vogunarsjóðum á ESB svæðinu yrði hert. Ríkari krafa yrði gerð um skráningu þeirra og stjórnendum vogunarsjóða gert að greinar mun ítarlegar frá rekstrinum og tilkynningskylda því aukin. Laun til stjórnenda fjármálafyrirtækja yrðu takmörkuð og þak sett á starfslokasamninga - þeir stjórnendur sem misstu vinnuna fengu aðeins greidd föst laun til tveggja ára og ekki meira. Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að fjármálafyrirtæki geti gert kröfu um að fá endurgreiddar kaupaukagreiðslur frá stjórnendum sem talið er að hafa valdið því að fyrirtækin sem þau stjórnuðu töpuðu fé á grundvelli áhættu sem þeir hafi tekið í rekstrinum. Sérfræðingar og lögfræðingar í evrópska fjármálageiranum hafa gangrýnt tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Þeir segja þær óljósar og ekki nægilega vel úthugsaðar. Ekki sé tekið til sjóða sem séu stofnaðir utan áhrifasvæðis ESB svo sem á Cayman eyjum. Verði tillögurnar hluti af nýju regluverki geta til að mynda breskir fjárfestar ekki lagt fé í þá sjóði. Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vill að reglur um vogunarsjóði verði hertar. Hún vill einnig að evrópsk fjármálafyrirtæki geti tekið aftur kaupauka frá stjórnendum sem tapa fé með því að taka óhóflega áhættu. Þetta er liður í tillögum framkvæmdastjórnarinnar sem eru ekki binandi fyrir aðildarríki ESB. Um er að ræða tillögur að reglubreytingum. Í þeim flest að eftirlit með vogunarsjóðum á ESB svæðinu yrði hert. Ríkari krafa yrði gerð um skráningu þeirra og stjórnendum vogunarsjóða gert að greinar mun ítarlegar frá rekstrinum og tilkynningskylda því aukin. Laun til stjórnenda fjármálafyrirtækja yrðu takmörkuð og þak sett á starfslokasamninga - þeir stjórnendur sem misstu vinnuna fengu aðeins greidd föst laun til tveggja ára og ekki meira. Framkvæmdastjórnin leggur einnig til að fjármálafyrirtæki geti gert kröfu um að fá endurgreiddar kaupaukagreiðslur frá stjórnendum sem talið er að hafa valdið því að fyrirtækin sem þau stjórnuðu töpuðu fé á grundvelli áhættu sem þeir hafi tekið í rekstrinum. Sérfræðingar og lögfræðingar í evrópska fjármálageiranum hafa gangrýnt tillögur framkvæmdastjórnarinnar. Þeir segja þær óljósar og ekki nægilega vel úthugsaðar. Ekki sé tekið til sjóða sem séu stofnaðir utan áhrifasvæðis ESB svo sem á Cayman eyjum. Verði tillögurnar hluti af nýju regluverki geta til að mynda breskir fjárfestar ekki lagt fé í þá sjóði.
Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira