Viðskipti erlent

Wall Street byrjar vikuna með uppsveiflu

Markaðir á Wall Street hafa verið í töluverðri uppsveiflu í byrjun dagsins þar í dag eftir að hafa endað síðustu viku í nokkrum mínus. Það eru einkum hlutir í bönkum vestanhafs sem knýja hækkanir nú.

Dow Jones vísitalan hækkaði um 1,8% í fyrstu viðskiptum dagsins, Nasdaq hækkaði um 1,5% og S&P 500 vísitalan um 1,7%.

Richard Sparks greinandi hjá Schaeffer Investments segir í samtali við CNN Money að menn séu að sjá stökk upp á við eftir veikinguna í síðustu viku. „Fyrir þá fjárfesta sem telja að markaðurinn muni halda áfram upp á við er gott að koma inn núna þegar verðin eru lág," segir Sparks.

Vaxandi bjartsýni gætir á Wall Street þessa stundina að sögn CNN Money og það eru margir sem telja að botninum á markaðinum hafi verið náð í ár í upphafi mars-mánaðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×