Bandaríkin og Kína sögð hindra lausnir 24. nóvember 2009 00:45 Mótmæli í Brussel Hópur mótmælenda kom saman fyrir utan byggingu leiðtogaráðs Evrópusambandsdins í Brussel í gær, með grímur nokkurra helstu leiðtoga sambandsins. Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. Evrópusambandið segir tregðu þessara tveggja ríkja koma í veg fyrir að samningar um ráðstafanir í loftslagsmálum geti tekist á ráðstefnunni sem haldin verður um miðjan næsta mánuð. Aðeins tvær vikur eru þangað til ráðstefnan hefst, og enn hafa ekki ákveðin markmið verið sett fram af hálfu Kína og Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enn ekki gefið nein loforð um hve mikið þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er beðið eftir þinginu, sem hefur í smíðum frumvarp um loftslagsmál. Meðan það frumvarp hefur ekki verið afgreitt getur Barack Obama forseti ekki gefið nein loforð. Kínverjar hafa heldur ekki sett fram nein loforð önnur en þau að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir því sem hægt er. Kínverjar eru þeirrar skoðunar að þróunarríki eigi ekki að gefa upp ákveðin markmið heldur láta efnahagsgetu ráða hve langt er gengið ár hvert. Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa mælt með því að auðug iðnríki dragi úr losun um 25 til 40 prósent til ársins 2020, frá því sem var árið 1990. Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun um 30 prósent, ef önnur ríki fylgja því fordæmi, og síðan draga að mestu úr allri losun fyrir árið 2050, eða um 95 prósent. Bandaríkin hafa ekki hugsað sér að ganga svo langt, heldur draga úr losun um aðeins 3,5 prósent. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki enn lofað fátækari þróunarríkjum fjárstuðningi til þess að auðvelda þeim að draga úr losun. Evrópusambandið hefur aðeins lofað því að taka þátt í að fjármagna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, án þess að nefna ákveðnar upphæðir. Ekki er lengur reiknað með að á ráðstefnunni verði afgreitt bindandi samkomulag, heldur aðeins pólitísk yfirlýsing um markmið. Væntanlega verður stefnt að því að þau markmið verði útfærð nánar á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Evrópusambandið hvetur ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína til þess að taka af skarið og setja sér markmið í loftslagsmálum, svo loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn verði ekki árangurslaus. Evrópusambandið segir tregðu þessara tveggja ríkja koma í veg fyrir að samningar um ráðstafanir í loftslagsmálum geti tekist á ráðstefnunni sem haldin verður um miðjan næsta mánuð. Aðeins tvær vikur eru þangað til ráðstefnan hefst, og enn hafa ekki ákveðin markmið verið sett fram af hálfu Kína og Bandaríkjanna. Bandaríkin hafa enn ekki gefið nein loforð um hve mikið þau ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar er beðið eftir þinginu, sem hefur í smíðum frumvarp um loftslagsmál. Meðan það frumvarp hefur ekki verið afgreitt getur Barack Obama forseti ekki gefið nein loforð. Kínverjar hafa heldur ekki sett fram nein loforð önnur en þau að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir því sem hægt er. Kínverjar eru þeirrar skoðunar að þróunarríki eigi ekki að gefa upp ákveðin markmið heldur láta efnahagsgetu ráða hve langt er gengið ár hvert. Vísindamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa mælt með því að auðug iðnríki dragi úr losun um 25 til 40 prósent til ársins 2020, frá því sem var árið 1990. Evrópusambandið hefur heitið því að draga úr losun um 30 prósent, ef önnur ríki fylgja því fordæmi, og síðan draga að mestu úr allri losun fyrir árið 2050, eða um 95 prósent. Bandaríkin hafa ekki hugsað sér að ganga svo langt, heldur draga úr losun um aðeins 3,5 prósent. Evrópusambandið hefur hins vegar ekki enn lofað fátækari þróunarríkjum fjárstuðningi til þess að auðvelda þeim að draga úr losun. Evrópusambandið hefur aðeins lofað því að taka þátt í að fjármagna alþjóðlegan sjóð í þessu skyni, án þess að nefna ákveðnar upphæðir. Ekki er lengur reiknað með að á ráðstefnunni verði afgreitt bindandi samkomulag, heldur aðeins pólitísk yfirlýsing um markmið. Væntanlega verður stefnt að því að þau markmið verði útfærð nánar á næsta ári. gudsteinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira