Mesti samdráttur í Bretlandi í hálfa öld 24. júlí 2009 12:33 Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breska hagkerfið skrapp mun meira saman á öðrum fjórðungi ársins en flestir höfðu gert ráð fyrir, og var samdrátturinn milli ára sá mesti a.m.k. undanfarna hálfa öld. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að breska hagstofan birti í morgun tölur um landsframleiðslu þar í landi, og kom upp úr dúrnum að hún hafði minnkað um 0,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins frá þeim fyrsta. Landsframleiðslan hafði þá minnkað um 5,6% frá sama tíma í fyrra. Spár höfðu að meðaltali hljóðað upp á 0,3% samdrátt og töldu sumir greinendur að þessi afleita niðurstaða minnkaði líkur á að hagvöxtur myndi eiga sér stað í Bretlandi á þriðja ársfjórðungi. Bretland var fyrst stærstu iðnríkjanna að birta þjóðhagsreikninga fyrir annan fjórðung ársins, og bíða menn nú milli vonar og ótta eftir því hvernig aðrar tölur frá stærstu hagkerfum heims muni líta út. Markaðir tóku hins vegar tíðindunum nokkuð létt, enda hafa jákvæðir straumar leikið um þá undanfarið. Pundið féll raunar nokkuð í verði á móti Bandaríkjadollar og evru eftir tíðindin. Fallið var hins vegar mildara en ella sakir þess að tíðindin hrukku af hlutabréfamarkaði í London eins og vatn af gæs. Það sem af er degi hefur FTSE100 vísitalan hækkað um 0,6% og er þetta 10 hækkunardagurinn í röð á breskum hlutabréfamarkaði. Er hlutabréfaverð í Bretlandi nú að jafnaði nánast orðið það sama og í upphafi árs eftir snarpa dýfu á fyrsta fjórðungi ársins.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira