Hægir á efnahagsbata í Þýskalandi 14. júlí 2009 10:50 Mynd/AP Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Væntingavísitala þýskra fjárfesta minnkaði óvænt í júlí sem bendir til þess að það muni taka stærsta hagkerfi í Evrópu lengri tíma að jafna sig en vonir stóðu til. Vísitalan féll úr 44,8 stigum í júní og í 39,5 stig í júlí, en hagfræðingar höfðu spáð því að vísitalan í júlí myndi mælast 47,8 stig. Ríkisstjórn Þýskalands hefur tilkynnt opinberlega að væntanlega muni landsframleiðsla lækka um 6 prósent á þessu ári, sem er mesta lækkun á landsframleiðslu þar í landi síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Vonir stóðu til þess að þýska hagkerfið færi að rétta úr kútnum eftir mikla erfiðleika og því komu þessar niðurstöður töluvert á óvart. Sérstaklega í ljósi þess að iðnaðarframleiðsla jókst um 3,7 prósent milli apríl og maí sem er mesta mánaðarlega aukning iðnaðarframleiðslu í sextán ár. „Við gætum orðið fyrir frekari vonbrigðum á næstu mánuðum, það er veruleg hætta á að draga muni úr hagvexti á árinu 2010," segir Sylvain Broyer, aðalhagfræðingur Natixis í Frankfurt. Væntingavísitala evrópskra fjárfesta lækkaði einnig í júlí. Það var í fyrsta skipti í fjóra mánuði sem vísitalan lækkar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að ríkisstjórnin muni láta 85 milljarða evra, jafnvirði um 15 þúsund milljarða króna, til að koma hagkerfinu af stað á nýjan leik. Stýrivextir evrópska Seðlabankans hafa verið lækkaðir í 1 prósent, sem eru lægstu stýrivextir í sögu bankans, meðal annars með því markmiði að efla fjárfestingu á evrusvæðinu.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira