Nú er lið að Neytendastofu Sighvatur Björgvinsson skrifar 1. maí 2009 00:01 Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Talsverðar leifar af viðskiptasnilld finnast enn á Íslandi þrátt fyrir hrunið. Síðustu vikurnar hefur vart þann umræðuþátt verið að hafa í ljósvakamiðlunum, að þar skjóti ekki upp kollinum snöfurmenni, sem upplýsi að auðvelt sé að losa fólk undan skuldum án þess að það kosti nokkurn nokkuð. Síðast í fyrrakvöld gaf sig fram í Kastljósi „talsmaður neytenda“. Hann sagðist hafa lagt til við ríkisstjórnina að sett yrðu lög þar sem kröfur með veðum í íbúðarhúsnæði yrðu teknar eignarnámi, sett yrði síðan á stofn opinber nefnd, sem fengi sem verkefni að afskrifa lánin eftir tilteknum reglum. Aðspurður sagði hann, að þetta myndi kosta ríkið sáralítið. Nánast ekkert fyrir utan laun nefndarmannanna. Kostnaðinn bæru lánveitendur, sem hvort eð er væru búnir að tapa kröfum sínum að hluta eða öllu leyti. Með öðrum orðum, auðvelt væri að aflétta skuldum án þess að það kostaði nokkurn neitt. Af einhverjum ástæðum hentar stjórnendum þátta í ljósvakamiðlunum að tala sem allra mest um slíkar aðferðir. Blessað fólkið er nú af þeirri kynslóð. Skoðum hvernig framkvæmd á tillögum Neytendastofu hlyti að verða. Ríkið setur „neyðarlög“ þar sem ríkissjóður tekur eignarnámi allar íbúðalánakröfur banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Ófrávíkjanleg meginregla eignarnáms er, að fullar bætur skuli ávallt koma fyrir. Ríkið yrði sem sé að greiða kröfueigendum fullar bætur fyrir eignaupptökuna. Maðurinn sagði, að kröfurnar ætti ekki að afskrifa fyrr en eftir eignarnámið – þegar „nefndin“ fengi það verkefni. Bótakröfurnar við eignarnámið hlytu því óhjákvæmilega að vera þær fjárhæðir, sem næmu hinum upprunalegu kröfum samanlögðum. Engin smáfjárhæð það. Kostar það skattborgara ekki neitt? Gáfulegt – eða hitt þó heldur! Íslenska þjóðin yrði þar með orðin eigandi allra fjárkrafnanna. Afskriftir þær, sem nefnd Neytendastofu myndi síðan ákvarða, kæmu svo til lækkunar á þeim eignum þjóðarinnar. Hvernig ætlar talsmaður neytenda að yfirfæra það tap á fyrri eigendur – lánveitendurna, sem kröfurnar voru teknar af með eignarnámi? Sérhver snuddgreindur maður sér á augabragði, að þetta er leiðin til þess að velta öllum íbúðalánavanda banka, sparisjóða, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs beinustu leið yfir á herðar skattborgara. Öll vandamál þessara lánveitenda yrðu leyst. Ríkið fengi reikninginn. Ekki eru nema tvö ár síðan talsmaður neytenda gaf opinberlega kost á sér til setu á Alþingi fyrir tiltekinn stjórnmálaflokk en dró sig til baka þegar honum var bent á að slíkt færi illa saman við embætti hans. Er maðurinn kominn í framboð aftur, þegar kosningar eru búnar? Kannske sestur við stjórnarmyndunarborðið í umboði Neytendastofu? Þarna er sannarlega liðs að leita! Höfundur er fyrrverandi viðskiptaráðherra og ráðherra neytendamála.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun