Viðskipti erlent

Rússar vilja fjárfesta í Facebook

Rússneska netfyrirtækið Digtal Sky Technologies hefur boðist til þess að fjárfesta sem nemur 200 milljónum dollara, eða rúma 25 milljarða kr. í vefsíðunni Facebook. Ef af fjárfestingunni verður er verðmatið á Facebook komið í 10 milljarða dollara eða um 1.270 milljarða kr.

Í yfirlýsingu frá Facebook um málið segir talsmaður síðunnar að Facebook sé einkafélag og það sé stefna þess að gefa ekki út fjárhagslegar upplýsingar né tjá sig um orðróm eða vangaveltur. Fjallað er um málið í Wall Street Journal.

Digtal Sky Technologies á hlut í rússnesku vefsíðunni Mail.ru hefur boðist til að kaupa forgangshlutbréf í Facebook fyrir 200 milljónir dollara og almenn hlutabréf fyrir 100 milljónir dollara.

Sem stendur eru virkir notendur Facebook um 200 milljónir talsins sem er tvöföldum miðað við notendafjöldann í fyrra sumar.

Síðustu kaup í Facebook voru á vegum Microsoft Corp. árið 2007 er Microsoft greiddi 240 milljónir dollara fyrir 1,6% hlut.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×