Viðskipti erlent

Volkswagen þrýstir á Porsche

Wolfgang Porsche, stjórnarformaður Porsche.
Wolfgang Porsche, stjórnarformaður Porsche. Mynd/AP
Samrunaviðræðum þýsku bílaframleiðandanna Volkswagen og Porsche verður hætt, að minnsta kosti tímabundið, gangi Porsche ekki að tilboði Volkswagen fyrir morgundaginn. Samrunaviðræðurnar hófust um miðjan maí.

Wolfgang Porsche, stjórnarformaður Porsche og ættfaðir annarrar fjölskyldunnar sem á fyrirtækið, hefur áður sagt að fyrirtækið verði ekki selt Volkswagen verksmiðjunum. Yfirlýsing gekk þvert gegn yfirlýsingu Ferdinand Piech, frænda Wolfgangs, sem vill selja fyrirtækið.

Forsvarsmenn Volkswagen hafa farið fram á að Porsche minnki skuldir sínar áður en af hugsanlegum samruna komi.

Rúmlega 150 þúsund manns starfa í verksmiðjum Volkswagen en starfsmenn Porsche eru 15 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×