Royal Unibrew býr sig undir það versta í Lettlandi 14. júní 2009 08:55 Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bruggverksmiðjurnar Royal Unibrew sem og önnur dönsk fyrirtæki undirbúa sig nú fyrir það versta mögulega í efnahagsmálum Lettlands, mikið fall á gengi latsins, gjaldmiðils landsins. Og slíkt gengisfall gæti breiðst eins og bylgjur á vatni til hinna Eystrasaltsríkjanna. Royal Unibrew, sem er að 20% í eigu Stoða og Straums, hefur þegar gripið til varúðarráðstafanna eins og fleiri dönsk fyrirtæki að þvi er segir í Berlingske Tidende. Unibrew er stærsti framleiðandi að gos- og safadrykkjum í Eystrasaltslöndunum þremur Lettlandi, Eistlandi og Litháen og þriðji stærsti ölframleiðandinn. Unibrew hefur m.a. sagt upp 20% af starfsfólki í dótturfelagi sínu Cido í Lettlandi. Jesper Colding forstjóri Unibrew í Eystrasaltslöndunum segir að þeir séu undirbúnir fyrir það versta. "Við höfum nú í langan tíma undirbúið okkur og erum með viðbragðsáætlanir klárar," segir Colding í samtali við blaðið. "Við höfum einbeitt okkar að kostnaði og notkun á rekstrarfé og höfum gætt þess að nægilegur sveigjanleiki sé í til staðar í skipulagi okkar." Lettneska þingið tekur í dag afstöðu til verulegs niðurskurðar í ríkisfjármálum landsins en niðurskurðinum er ætlað að minnka skuldir hins opinbera þannig að fjárlagahallinn fari niður í 5% af landsframleiðslu. M.a. er gert ráð fyrir að laun opinberra starfsmanna verði lækkuð um 20% yfir alla línuna. Þar að auki eru framundan uppsagnir í stjórnkerfinu og niðurskurður á velferðarþjónustu landsins. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt þessar áætlanir en þær eru undirstaðan að frekari aðstoð ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) við Lettland. Landið þarf milljarða evra að láni í viðbót vegna stjarnfræðilegs halla á ríkissjóði. Berlinske segir að ef ráðamönnum Lettlands takist ekki að sannfæra ESB og AGS um að þessar ráðstafanir dugi gæti gjaldmiðill landsins hrunið.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira