H&M hristi kreppuna af sér 26. júní 2009 04:00 Innkaup í Bandaríkjadölum bættu hag sænsku verslanakeðjunnar H&M. Sænska verslanakeðjan H&M hagnaðist um 4,19 milljarða sænskra króna, jafnvirði rúmra 83 milljarða íslenskra, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 6,3 prósenta aukning frá í fyrra og þykir skjóta nokkuð skökku við í þeim efnahagsþrengingum sem plagað hafa heiminn. Rekstrarhagnaður nam tæpum 5,6 milljörðum sænskra króna, sem er aukning um tæp tíu prósent. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir sænskum markaðssérfræðingi í gær að verslunin, sem er Íslendingum að góðu kunn, sé sterk þrátt fyrir erfiðar aðstæður á norrænu mörkuðunum og í Þýskalandi. Þá muni um að öll innkaup H&M séu í Bandaríkjadölum. Dollarinn seig mjög gagnvart sænsku krónunni á fyrri hluta árs og hagnaðist verslunin vel á því. Tímamót verða í rekstri H&M á næstu dögum en þá tekur Karl-Johan Persson, barnabarn Erlings Persson, sem stofnaði H&M árið 1947, við forstjórastólnum. Faðir Karls-Johans, Stefan, vermir hann nú. Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sænska verslanakeðjan H&M hagnaðist um 4,19 milljarða sænskra króna, jafnvirði rúmra 83 milljarða íslenskra, á öðrum ársfjórðungi. Þetta er 6,3 prósenta aukning frá í fyrra og þykir skjóta nokkuð skökku við í þeim efnahagsþrengingum sem plagað hafa heiminn. Rekstrarhagnaður nam tæpum 5,6 milljörðum sænskra króna, sem er aukning um tæp tíu prósent. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir sænskum markaðssérfræðingi í gær að verslunin, sem er Íslendingum að góðu kunn, sé sterk þrátt fyrir erfiðar aðstæður á norrænu mörkuðunum og í Þýskalandi. Þá muni um að öll innkaup H&M séu í Bandaríkjadölum. Dollarinn seig mjög gagnvart sænsku krónunni á fyrri hluta árs og hagnaðist verslunin vel á því. Tímamót verða í rekstri H&M á næstu dögum en þá tekur Karl-Johan Persson, barnabarn Erlings Persson, sem stofnaði H&M árið 1947, við forstjórastólnum. Faðir Karls-Johans, Stefan, vermir hann nú.
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira