Soros segir að versta kreppan heyri nú sögunni til 22. júní 2009 09:25 Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins. „Það versta í kreppunni er örugglega að baki okkur," segir hinn 78 ára gamli ungversk ættaði Gyðingur en ræddi það ekki frekar og vildi heldur fjalla um hve kringstæðurnar væru einstakar í núverandi umróti. „Þessi kreppa er frábrugðin öðrum og markar endalok ákveðin tímabils," segir Soros. „Kerfið hefur hingað til verið byggt á þeirri blekkingu að markaðirnir geti náð jafnvægi af sjálfsdáðum og að kerfið rétti sjálft sig af." Hvað fyrrgreindar reglur varðar segir Soros að markmið þeirra ætti að vera að hafa stjórn á þeim bólum sem myndast. „Við þurfum alþjóðlegar reglur til að hafa hemil á alþjóðlegum mörkuðum," segir Soros. „Þetta verður ekki auðvelt en ef við náum þessu ekki mun kerfið hrynja." Aðspurður um hvort Pólland hefði komið betur út úr kreppunni ef landið hefði verið með evruna sem gjaldeyri sagði Soros svo vera. „Pólland, Ungverjaland og fleiri þjóðir nutu ekki verndar þar sem þau stóðu fyrir utan evrusvæðið," segir Soros. „Því gerðist það að bankar fóru að draga fé sitt út úr þessum löndum þegar Lehman Brothers urðu gjaldþrota." Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins. „Það versta í kreppunni er örugglega að baki okkur," segir hinn 78 ára gamli ungversk ættaði Gyðingur en ræddi það ekki frekar og vildi heldur fjalla um hve kringstæðurnar væru einstakar í núverandi umróti. „Þessi kreppa er frábrugðin öðrum og markar endalok ákveðin tímabils," segir Soros. „Kerfið hefur hingað til verið byggt á þeirri blekkingu að markaðirnir geti náð jafnvægi af sjálfsdáðum og að kerfið rétti sjálft sig af." Hvað fyrrgreindar reglur varðar segir Soros að markmið þeirra ætti að vera að hafa stjórn á þeim bólum sem myndast. „Við þurfum alþjóðlegar reglur til að hafa hemil á alþjóðlegum mörkuðum," segir Soros. „Þetta verður ekki auðvelt en ef við náum þessu ekki mun kerfið hrynja." Aðspurður um hvort Pólland hefði komið betur út úr kreppunni ef landið hefði verið með evruna sem gjaldeyri sagði Soros svo vera. „Pólland, Ungverjaland og fleiri þjóðir nutu ekki verndar þar sem þau stóðu fyrir utan evrusvæðið," segir Soros. „Því gerðist það að bankar fóru að draga fé sitt út úr þessum löndum þegar Lehman Brothers urðu gjaldþrota."
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira