Jóhanna með gull og silfur á danska meistaramótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2009 16:22 Jóhanna Ingadóttir úr ÍR átti mjög gott innanhústímabil. Mynd/Anton ÍR-ingurinn Jóhanna Ingadóttir setti endapunktinn á flott innanhústímabil hjá sér með því að vinna til tveggja verðlauna á danska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem auk í Skive í gær. Jóhanna tryggði sér sigur í þrístökki á laugardaginn og varð síðan í öðru sætinu í langstökki í gær. Sex íslenskir keppendur á mótinu komust alls átta sinnum á verðlaunapall á mótinu. Jóhanna var sú eina sem náði gulli en bæði Linda Björk Lárusdóttir og Hafdís Sigurðardóttir unnu einnig til tveggja verðlauna. Jóhanna vann þrístökkið í Skive með yfirburðum á laugardaginn en hún stökk þá 12,40 metra, eða 61 sentimetra lengra en næsti keppandi. Jóhanna var nálægt Íslandsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur úr HSK en það er 12,83 metrar. Þær Jóhanna og Hafdís hafa háð mikið einvígi í langstökkinu í vetur. Hafdís vann Jóhönnu í langstökki í Bikarkeppninni en Jóhanna hafði betur á Meistaramótinu. Í Danmörku stökk Jóhanna 5,72 metra og varð í 2. sæti en Hafdís tryggði sér 3. sætið með því að stökkva 5,65 metra. Linda Björk Lárusdóttir varð í 2. sæti í 60 metra grindarhlaupi og í 3. sæti í 60 metra hlaupi. Hafdís Sigurðardóttir varð eins og áður sagði í 3. sæti í langstökkinu en hún náði einnig 3. sætinu í 200 metra hlaupi. Arndís María Einarsdóttir úr Breiðabliki varð síðan í 3. sæti í 400 metra hlaupi. FH-ingurinn Kristinn Torfason náði 2. sætinu í langstökki eins og Jóhanna þegar hann stökk 6,80 metra. Kristinn varð eini íslenski karlmaðurinn sem komst á pall á danska meistaramótinu en Bjartmar Örnuson UFA úr varð í 8. sæti í 400 metra hlaupi. Innlendar Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
ÍR-ingurinn Jóhanna Ingadóttir setti endapunktinn á flott innanhústímabil hjá sér með því að vinna til tveggja verðlauna á danska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem auk í Skive í gær. Jóhanna tryggði sér sigur í þrístökki á laugardaginn og varð síðan í öðru sætinu í langstökki í gær. Sex íslenskir keppendur á mótinu komust alls átta sinnum á verðlaunapall á mótinu. Jóhanna var sú eina sem náði gulli en bæði Linda Björk Lárusdóttir og Hafdís Sigurðardóttir unnu einnig til tveggja verðlauna. Jóhanna vann þrístökkið í Skive með yfirburðum á laugardaginn en hún stökk þá 12,40 metra, eða 61 sentimetra lengra en næsti keppandi. Jóhanna var nálægt Íslandsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur úr HSK en það er 12,83 metrar. Þær Jóhanna og Hafdís hafa háð mikið einvígi í langstökkinu í vetur. Hafdís vann Jóhönnu í langstökki í Bikarkeppninni en Jóhanna hafði betur á Meistaramótinu. Í Danmörku stökk Jóhanna 5,72 metra og varð í 2. sæti en Hafdís tryggði sér 3. sætið með því að stökkva 5,65 metra. Linda Björk Lárusdóttir varð í 2. sæti í 60 metra grindarhlaupi og í 3. sæti í 60 metra hlaupi. Hafdís Sigurðardóttir varð eins og áður sagði í 3. sæti í langstökkinu en hún náði einnig 3. sætinu í 200 metra hlaupi. Arndís María Einarsdóttir úr Breiðabliki varð síðan í 3. sæti í 400 metra hlaupi. FH-ingurinn Kristinn Torfason náði 2. sætinu í langstökki eins og Jóhanna þegar hann stökk 6,80 metra. Kristinn varð eini íslenski karlmaðurinn sem komst á pall á danska meistaramótinu en Bjartmar Örnuson UFA úr varð í 8. sæti í 400 metra hlaupi.
Innlendar Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira