Viðskipti erlent

Bresk góðgerðarsamtök fá allt endurgreitt

Bresku góðgerðarsamtökin The League of Friends í Cumbriu munu fá alla innistæðu sín hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi endurgreidda. Samtökin reka Brampton War Memorial spítalann.

Alls áttu samtökin 261 þúsund pund, eða rúmlega 52 milljónir kr., inni hjá Singer % Friedlander og töldu að þau myndu aðeins fá 50.000 pund endurgreidd eins og innistæðutryggingarsjóður Bretlands kveður á um.

Samkvæmt frétt á BBC fékkst öll upphæðin endurgreidd eftir að þingmaðurinn David Maclean stóð fyrir herferð sem krafðist þessa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×