Viðskipti erlent

Iceland er 13. stærsta einkafélag Bretlandseyja

Verslunarkeðjan Iceland er 13. stærsta einkafélag Bretlandseyja samkvæmt nýjum Topp Track 100 lista Sunday Times/Deloitte sem birtur er í dag. Landsbankinn fer nú með tæplega 14% hlut í Iceland sem var áður í eigu Baugs.

Velta Iceland nam 2 milljörðum punda, eða 420 milljörðum kr. á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaður þess á árinu nam 163 milljónum punda eða 34 milljörðum kr. Starfsmenn Iceland á Bretlandseyjum eru nú 19.000 talsins.

Iceland hefur tilkynnt að keðjan muni skapa 3.500 ný störf á Bretlandseyjum á þessu ári. M.a. mun Iceland taka yfir reksturinn á 51 fyrrum Woolworth verslunum. Baugur átti raunar einnig hlut í Woolworth á sínum tíma en sú verslunarkeðja varð gjaldþrota s.l. vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×