Sjælsö Gruppen með góða sölu í Noregi upp á 3,5 milljarða 29. júní 2009 08:03 Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira