Viðskipti erlent

Chrysler hefur viku til að semja um kaup á Fiat

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler hefur nú eina viku til að ná samningum um kaup á ítölsku Fiat-verksmiðjunum til að styrkja stöðu sína. Bandaríkjastjórn hefur veitt frest til mánaðamóta til að ganga frá kaupunum en verði ekki af þeim er hætt við að Chrysler glati opinberum styrkjum sínum sem haldið hafa verksmiðjunum gangandi síðan í fyrra.

Samhliða viðræðum við Fiat undirbúa stjórnendur Chrysler gjaldþrotabeiðni því það verður lendingin ef allt fer á versta veg. Fiat íhugar hins vegar að kaupa Opel-verksmiðjurnar af General Motors og styrkja með því stöðu sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×