Fótbolti

Atletico Madrid og Lyon áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Agüero í leiknum í kvöld.
Sergio Agüero í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP

Fimm leikir fóru fram í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og komust fimm lið áfram í riðlakeppnina.

Atletico Madrid vann 2-0 sigur á Panathinaikos á heimavelli og þar með samanlagðan 5-2 sigur. Loukas Vyntra og Sergio Agüero skoruðu mörk Madrídinga í kvöld.

Lisandro Lopez fór á kostum er Lyon vann 3-1 sigur á Anderlecht í Belgíu og samanlagðan 8-2 sigur. Lisandro skoraði öll mörk Lyon í leiknum og það á fimmtán mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Maccabi Haifa frá Ísrael, FC Zürich frá Sviss og Debrecen frá Ungverjalandi komust einnig áfram í riðlakeppnina en Red Bull Salzburg frá Austurríki, Ventspils frá Lettlandi og Levski Sofia frá Búlgaríu féllu úr leik. Þrjú síðastnefndu liðin taka þó þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Á morgun fara fram síðustu leikirnir í undankeppninni og ræðst þá hvaða 32 lið taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Dregið verður í riðla á föstudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×