Formúla 1

Friður í Formúlu 1

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Max Mosley, forseti FIA.
Max Mosley, forseti FIA. Nordic Photos / Getty Images

Max Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), segir að sátt sé komin í deilu sambandsins og þeirra liða sem hafi ætlað að stofna eigin keppnismótaröð. Klofningi í Formúlunni hafi því verið afstýrt.

Aðilar höfðu deilt lengi um áætlanir FIA um breytingar fyrir næsta keppnistímabil. Þær áttu að kalla á tæknilegar breytingar á keppnisbílunum sem og eyðsluþak á keppnisliðin.

„Það verður enginn klofningur," sagði Mosley. „Við höfum náð saman um áætlun um að draga úr kostnaði. Það verður ein mótaröð en markmiðið er að liðin eyði jafn miklu og þau gerðu snemma á tíunda áratugnum."

Bernie Ecclestone, eigandi Formúlu 1-mótaraðarinnar, segist mjög ánægður með að „almenn skynsmemi" hafi borið sigur úr býtum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×