Viðskipti erlent

Sparisjóðabankinn óskar eftir gjaldþroti á Miami Beach

Sparisjóðabankinn hefur óskað eftir því að eigendur strandhótels á Miami Beach verði teknir til gjaldþrotaskipta. Krafa bankans á hendur eigenda hljóði upp á 8,5 milljónir dollara eða rúmlega milljarð kr.

Fjallað er um málið í blaðinu South Florida Business Journal. Þar segir að samkvæmt málsskjölum sé mál Sparisjóðabankans höfðað gegn Longkey LLC í New York annarsvegar og lögmannastofunni Greenberg Traurig í Miami hinsvegar.

Longkey keypti hótelið, sem nú er lokað, árið 2006 og greiddi fyrir það rúmlega 16 milljónir dollara. Um er að ræða 72 herbergja hótel og er stærð þess um 10.000 fm en það var byggt 1939.

Judith Kreitzer lögmaður Sparisjóðabankans í Miami segir að 8,5 milljón dollara fasteignalán sem bankinn veitti sé gjaldfallið og því er farið fram á gjaldþrotið. Longkey hafi ætlað að endurnýja hótelið en af þeim framkvæmdum hafi aldrei orðið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×