Viðskipti erlent

Fimmtugur Ferrari er dýrasti fornbíll heimsins

Ferrari Testa Rossa árgangur 1957 er orðinn dýrasti fornbíll heimsins eftir uppboð í dag. Hann var sleginn hæstbjóðenda á 9 milljónir evra eða rúmlega 1,5 milljarð kr.

Uppboðið fór fram í bænum Maranello í norðurhluta Ítalíu að því er segir í frétt um málið á börsen.dk.

Bíll þessi er einn af 34 slíkum sem framleiddir voru af svokallaðri Tessa Rossa línu en þessir bílar unnu margar kappaksturskeppnir í bæða Norður og Suður-Ameríku á sínum tíma.

Verðið á þessum bíl var 2 milljónum evra hærra en borgað var fyrir Ferrari 250 GT California Spider árgang 1961 í fyrra. Sá bíll var áður í eigu leikarans James Coburn.

Sá sem keypti bílinn í dag óskar nafnleyndar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×