Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu undir 65 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu féll í morgun undir 65 dollara á tunnuna og er þetta lægst verð á olíunni undanfarnar fimm vikur.

Ástæðan fyrir verðfallinu nú er styrking á gengi dollarans að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni.

Tunnan á Norðursjávarolíunni, með afhendingu í ágúst, bar skráð á 64.75 dollara í morgun. Verð á bandarísku léttolíunni var á svipuðu róli eða 64,8 dollarar sem er lækkun um 1,4% frá því fyrir helgina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×