Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% 25. ágúst 2009 10:42 Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira