Facebook Inc. fjölgar starfsmönnum um 40-50% 25. ágúst 2009 10:42 Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Facebook Inc., sem á og rekur samskiptavefinn Facebook, mun fjölga starfsmönnum sínum um 40-50 prósent á þessu ári að sögn hins 25 ára gamla forstjóra fyrirtækisins, Mark Zuckerberg. „Það eru fá fyrirtæki að ráða til sín fólk í dag. Margir mjög hæfir verkfræðingar eru atvinnulausir og það er því úr miklu að moða fyrir okkur í því árferði sem nú ríkir," segir forstjórinn í samtali við Bloomberg fréttaveituna. Facebook Inc. hefur um eitt þúsund starfsmenn á sínum snærum en fyrirtækið heldur að sér höndum og reynir eftir fremsta megni að halda kostnaði í lágmarki þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vonast til þess að fyrirtækið skili jákvæðu sjóðstreymi á næsta ári. Nýsköpunarfyrirtæki líkt og Facebook Inc. eru gjarnan með neikvætt sjóðstreymi á fyrstu rekstrarárum sínum þar sem stofnkostnaður er vanalega hár. Í maí á þessu ári flutti Facebook Inc. í áratugagamalt húsnæði í Kaliforníu sem Zuckerberg kallar neðanjarðarbyrgið. Þar eru engin gólfefni heldur aðeins steypt gólf og auk þess eru eldgamlir límmiðar á útidyrahurð húsnæðisins. „Við erum mun nær upphafinu en endanum og því vil ég að fyrirtækið sé staðsett í byggingu sem líkist mjög stórum bílskúr heldur en að vera í nýtískulegri byggingu. Það lýsir okkar fyrirtæki best," segir forstjórinn ungi. Facebook samskiptavefurinn hefur vaxið gríðarlega og eru nú yfir 250 milljón notendur á samskiptavefnum.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira