Cherie Blair ráðin til að lögsækja RBS og sir Fred Goodwin 16. mars 2009 15:08 Cherie Blair, fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, hefur verið ráðin til að stjórn lögsókn gegn Royal Bank of Scotland (RBS) og sir Fred „The Shred" Goodwin fyrrum forstjóra bankans. Það voru eftirlaunasjóðir sveitarstjórna North Yorkshire og Merseyside sem fengu Cherie til liðs við sig en lögsóknin byggir á því að sir Fred hafi blekkt sjóðina til þess að halda að RBS stæði á traustum fótum þegar bankinn í raun riðaði til falls vegna skuldsetningar og ótraustra útlána. Cherie, sem í vinnu sinni ber eftirnafnið Booth og titilinn QC, segir að hún hafi tekið að sér málið vegna þess gífurlega taps sem sveitarstjórnir og aðrar stofnanir í Bretlandi hafa orðið fyrir sem stórir fjárfestar í RBS. Málið verður sótt í Bandaríkjunum þar sem um hóplögsókn er að ræða. Mun auðveldara er að hefja slíka lögsókn vestan hafs en í Bretlandi. Og þar sem töluvert stór hluti starfsemi RBS var í Bandaríkjunum er ekkert því til fyrirstöðu að frú Booth QC reki málið fyrir dómstóli í New York þar sem málið hefur þegar verið þingfest. Að sögn blaðsins The Times er reiknað með að fleiri en fyrrgreindir sjóðir muni gerast aðilar að lögsókninni. Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Cherie Blair, fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, hefur verið ráðin til að stjórn lögsókn gegn Royal Bank of Scotland (RBS) og sir Fred „The Shred" Goodwin fyrrum forstjóra bankans. Það voru eftirlaunasjóðir sveitarstjórna North Yorkshire og Merseyside sem fengu Cherie til liðs við sig en lögsóknin byggir á því að sir Fred hafi blekkt sjóðina til þess að halda að RBS stæði á traustum fótum þegar bankinn í raun riðaði til falls vegna skuldsetningar og ótraustra útlána. Cherie, sem í vinnu sinni ber eftirnafnið Booth og titilinn QC, segir að hún hafi tekið að sér málið vegna þess gífurlega taps sem sveitarstjórnir og aðrar stofnanir í Bretlandi hafa orðið fyrir sem stórir fjárfestar í RBS. Málið verður sótt í Bandaríkjunum þar sem um hóplögsókn er að ræða. Mun auðveldara er að hefja slíka lögsókn vestan hafs en í Bretlandi. Og þar sem töluvert stór hluti starfsemi RBS var í Bandaríkjunum er ekkert því til fyrirstöðu að frú Booth QC reki málið fyrir dómstóli í New York þar sem málið hefur þegar verið þingfest. Að sögn blaðsins The Times er reiknað með að fleiri en fyrrgreindir sjóðir muni gerast aðilar að lögsókninni.
Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira