Cherie Blair ráðin til að lögsækja RBS og sir Fred Goodwin 16. mars 2009 15:08 Cherie Blair, fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, hefur verið ráðin til að stjórn lögsókn gegn Royal Bank of Scotland (RBS) og sir Fred „The Shred" Goodwin fyrrum forstjóra bankans. Það voru eftirlaunasjóðir sveitarstjórna North Yorkshire og Merseyside sem fengu Cherie til liðs við sig en lögsóknin byggir á því að sir Fred hafi blekkt sjóðina til þess að halda að RBS stæði á traustum fótum þegar bankinn í raun riðaði til falls vegna skuldsetningar og ótraustra útlána. Cherie, sem í vinnu sinni ber eftirnafnið Booth og titilinn QC, segir að hún hafi tekið að sér málið vegna þess gífurlega taps sem sveitarstjórnir og aðrar stofnanir í Bretlandi hafa orðið fyrir sem stórir fjárfestar í RBS. Málið verður sótt í Bandaríkjunum þar sem um hóplögsókn er að ræða. Mun auðveldara er að hefja slíka lögsókn vestan hafs en í Bretlandi. Og þar sem töluvert stór hluti starfsemi RBS var í Bandaríkjunum er ekkert því til fyrirstöðu að frú Booth QC reki málið fyrir dómstóli í New York þar sem málið hefur þegar verið þingfest. Að sögn blaðsins The Times er reiknað með að fleiri en fyrrgreindir sjóðir muni gerast aðilar að lögsókninni. Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Cherie Blair, fyrrum forsætisráðherrafrú Bretlands, hefur verið ráðin til að stjórn lögsókn gegn Royal Bank of Scotland (RBS) og sir Fred „The Shred" Goodwin fyrrum forstjóra bankans. Það voru eftirlaunasjóðir sveitarstjórna North Yorkshire og Merseyside sem fengu Cherie til liðs við sig en lögsóknin byggir á því að sir Fred hafi blekkt sjóðina til þess að halda að RBS stæði á traustum fótum þegar bankinn í raun riðaði til falls vegna skuldsetningar og ótraustra útlána. Cherie, sem í vinnu sinni ber eftirnafnið Booth og titilinn QC, segir að hún hafi tekið að sér málið vegna þess gífurlega taps sem sveitarstjórnir og aðrar stofnanir í Bretlandi hafa orðið fyrir sem stórir fjárfestar í RBS. Málið verður sótt í Bandaríkjunum þar sem um hóplögsókn er að ræða. Mun auðveldara er að hefja slíka lögsókn vestan hafs en í Bretlandi. Og þar sem töluvert stór hluti starfsemi RBS var í Bandaríkjunum er ekkert því til fyrirstöðu að frú Booth QC reki málið fyrir dómstóli í New York þar sem málið hefur þegar verið þingfest. Að sögn blaðsins The Times er reiknað með að fleiri en fyrrgreindir sjóðir muni gerast aðilar að lögsókninni.
Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira