Þjóð á móti Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. janúar 2009 06:00 Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Sleifar og pönnur hafa fengið nýja merkingu og egg seljast sem aldrei fyrr. Þetta kemur einhverjum á óvart. Ég held aftur á móti að þessi kenning um að Íslendingar mótmæli yfirleitt ekki sé löngu úrelt klisja og hafi aldrei átt við góð rök að styðjast. LÍTUM á. Skoðum sjálfan upprunann. Komu ekki Íslendingar hingað til að byrja með út af mótmælum? Svo segir sagan. Nokkrir skapheitir höfðingar í Noregi voru orðnir grautfúlir út í Harald hárfagra og ákváðu að koma sér burt, í mótmælaskyni að sjálfsögðu, við ofríki mannsins. Ísland byggðist því upphaflega mótmælendum. SÍÐAN rekja hverjar vísbendingarnar aðrar um djúpstætt mótmælaeðli þjóðarinnar. Gunnar á Hlíðarenda harðneitaði að fara í útlegð. Sagði bara nei. Ég fer ekki fet. Þjóðin öll var með tóman hundshaus út í Dani og þeirra aðferðir og kaupmennsku hér um aldir sem náði vissum hápunkti í hinum frægu orðum Jóns Sigurðssonar á Þjóðfundinum: "Vér mótmælum allir." Og eru þau orð nú rituð á mótmælaspjöld samtímans enda hafa þau markað djúpstæð spor í þjóðarvitundina alveg síðan þau voru sögð. VIÐ látum nefnilega ekki allt yfir okkur ganga, Íslendingar, þótt klisjan hafi heldur gert ráð fyrir því - einhverra hluta vegna - að værum haldin óeðlilegu langlundargeði í þjóðfélagsmálum. Það stenst ekki. Meirihluta 20.aldarinnar var þjóðin þverklofin út af herstöðinni, svo nærtækt dæmi sé tekið. Fólk þreyttist ekki á því að fara í Keflavíkurgöngur. Svo eldheitir voru margir andstæðingar hersins að jafnvel eftir að herinn var farinn voru uppi sjónarmið um að halda mótmælunum áfram. NÚNA var það kannski hin umrædda klisja um gleymsku og umburðarlyndi þjóðarinnar, sem gerði það að verkum að stjórnarflokkarnir sáu ekki að sér. Kannski héldu forsvarsmenn þeirra að mótmælin myndu ganga yfir, að þau myndu fjara út í vetrarkuldanum og því þyrfti ekki að mæta þeim sérstaklega. Annað hefur heldur betur komið á daginn. KENNINGIN um Íslendinga sem einhverjar lyddur og gungur, hefur verið rækilega afsönnuð með pottum og sleifum. Það er gott. Það mál er þá frá. Afgreitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun
Því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar séu engin mótmælaþjóð, að hér kunni fólk ekki að mótmæla og láti yfirleitt allt yfir sig ganga. Síðustu dagar hafa óneitanlega falið í sér vísbendingar um að þetta sé alls ekki rétt. Fólk lætur í sér heyra, sem er gott. Sleifar og pönnur hafa fengið nýja merkingu og egg seljast sem aldrei fyrr. Þetta kemur einhverjum á óvart. Ég held aftur á móti að þessi kenning um að Íslendingar mótmæli yfirleitt ekki sé löngu úrelt klisja og hafi aldrei átt við góð rök að styðjast. LÍTUM á. Skoðum sjálfan upprunann. Komu ekki Íslendingar hingað til að byrja með út af mótmælum? Svo segir sagan. Nokkrir skapheitir höfðingar í Noregi voru orðnir grautfúlir út í Harald hárfagra og ákváðu að koma sér burt, í mótmælaskyni að sjálfsögðu, við ofríki mannsins. Ísland byggðist því upphaflega mótmælendum. SÍÐAN rekja hverjar vísbendingarnar aðrar um djúpstætt mótmælaeðli þjóðarinnar. Gunnar á Hlíðarenda harðneitaði að fara í útlegð. Sagði bara nei. Ég fer ekki fet. Þjóðin öll var með tóman hundshaus út í Dani og þeirra aðferðir og kaupmennsku hér um aldir sem náði vissum hápunkti í hinum frægu orðum Jóns Sigurðssonar á Þjóðfundinum: "Vér mótmælum allir." Og eru þau orð nú rituð á mótmælaspjöld samtímans enda hafa þau markað djúpstæð spor í þjóðarvitundina alveg síðan þau voru sögð. VIÐ látum nefnilega ekki allt yfir okkur ganga, Íslendingar, þótt klisjan hafi heldur gert ráð fyrir því - einhverra hluta vegna - að værum haldin óeðlilegu langlundargeði í þjóðfélagsmálum. Það stenst ekki. Meirihluta 20.aldarinnar var þjóðin þverklofin út af herstöðinni, svo nærtækt dæmi sé tekið. Fólk þreyttist ekki á því að fara í Keflavíkurgöngur. Svo eldheitir voru margir andstæðingar hersins að jafnvel eftir að herinn var farinn voru uppi sjónarmið um að halda mótmælunum áfram. NÚNA var það kannski hin umrædda klisja um gleymsku og umburðarlyndi þjóðarinnar, sem gerði það að verkum að stjórnarflokkarnir sáu ekki að sér. Kannski héldu forsvarsmenn þeirra að mótmælin myndu ganga yfir, að þau myndu fjara út í vetrarkuldanum og því þyrfti ekki að mæta þeim sérstaklega. Annað hefur heldur betur komið á daginn. KENNINGIN um Íslendinga sem einhverjar lyddur og gungur, hefur verið rækilega afsönnuð með pottum og sleifum. Það er gott. Það mál er þá frá. Afgreitt.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun