Viðskipti erlent

Bartz vill fúlgur fjár fyrir Yahoo

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Carol Bartz er reiðubúin til að selja Yahoo fyrir rétt verð. Mynd/ AFP.
Carol Bartz er reiðubúin til að selja Yahoo fyrir rétt verð. Mynd/ AFP.
Carol Bartz, forstjóri Yahoo, er reiðubúin til að selja Microsoft samsteypunni fyrirtæki sitt fái hún greiddar fúlgur fjár fyrir.

Bartz sagði á ráðstefnu í Carlsbad í Kalíforníufylki í dag að Yahoo ætti í viðræðum við Microst. Rætt hefur verið um að rekstur í kringum leitarvélar þessa fyrirtækja verði sameinaðir í samkeppni við Google fyrirtækið. Til stóð að Microsoft myndi taka yfir rekstur Yahoo, en samkvæmt heimildum AP er sú hugmynd ekki rædd lengur.

Samkvæmt frétt Bloomberg fréttastofunnar gekk Bartz til liðs við Yahoo í janúar eftir að fyrrverandi forstjóri og einn af stofnendum fyrirtækisins hafnaði 47,5 milljarða dala tilboði frá Microsoft í fyrirtækið








Fleiri fréttir

Sjá meira


×