Þjóðkirkja Íslendinga 7. nóvember 2009 06:00 Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki hjá því í svo fjölmennri hreyfingu sem Þjóðkirkju Íslendinga að þar verða atburðir og atvik sem valda ágreiningi og skaða eða jafnvel sorg. Þessir atburðir og þau sem bera ábyrgð á þeim vekja athygli og fjölmiðlar gera einatt talsvert úr þeim. Eðlilega eru miklar kröfur gerðar til forystumanna og starfsmanna Þjóðkirkjunnar, meðal annars í einkamálum og siðferðilegum efnum, og ævinlega vekja veikleikar og syndir óblandna athygli og áhuga margra - og stundum beinlínis ánægju. Vissulega er það til umhugsunar og umræðu að fjölmiðlar finni hjá sér hvöt til að birta ekki síður fregnir og upplýsingar um allt það góða og uppbyggilega starf sem stöðugt er unnið á vegum Þjóðkirkju Íslendinga að sönnum þjóðþrifum og raunverulegum siðbótum. Þjóðkirkjan, Rómarkirkjan og aðrir kristnir söfnuðir vinna ótrúlega víðtæk störf að menningu, listum, líkn, umhyggju, uppeldi, fræðslu, ráðgjöf við einstaklinga, heimili og hópa og að öðrum kærleiksverkum. Íslensk menning er afkvæmi Kristninnar og hefur grunnmótun sína frá kirkjunni, allt frá keltneskum áhrifum í byrjun yfir í blómaskeið Rómarkirkjunnar og síðan inn í þá einingu sem evangelíska lúterska kirkjan, sem er Kirkja fagnaðarerindisins, og íslenska þjóðin mótuðu með sér um aldir. Þáttur kirkjunnar í mótun þjóðerniskenndar og í alhliða endurreisn Íslendinga og menningarsókn verður aldrei fullmetinn - einfaldlega vegna þess að þjóð og kirkja voru eitt. Og enn á okkar dögum - í allri fjölbreytninni og fjölmenningunni svonefndu - þetta samfélag órofið. Áður voru ýmsir skráðir í söfnuði kirkjunnar sem vildu þó lítið eða ekkert hafa með kirkju eða Kristni að gera. Nú hefur náðst sá kristilegi árangur í þjóðfélaginu að enginn þarf að finna sig knúinn til slíks lengur. Söfnuðir Þjóðkirkjunnar eru þeim mun samstæðari og sterkari félagseiningar fyrir vikið. Þjóðkirkja Íslendinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Þjóðkirkjan hefur að verulegu leyti losnað úr þungu og þrúgandi faðmlagi ríkisvaldsins. Þjóðkirkjan hefur eflst að mun við þetta. Nú orðið er mjög fjölbreytt frjáls starfsemi í flestum kirkjum flesta daga. Þjóðkirkjan hefur breytst úr opinberri stofnun í lifandi almannahreyfingu. Ásamt öðrum kristnum söfnuðum og stofnunum er þetta bæði grundvöllur, veggir, þök og himinn íslensks samfélags, þjóðlífs og menningar. Mjög mikil þátttaka er víða í starfseminni sem fram fer í kirkjum landsins. Þátttaka í messum hefur aukist og þá ekki síst þátttaka almennings í heilagri kvöldmáltíð utan sérstakra kirkjuhátíða. Sígild kristin messa er sungin miklu víðar og oftar en áður tíðkaðist lengi á nýliðinni öld. Þessi reynsla hefur gefið söfnuðum Þjóðkirkjunnar kröftugan byr undir vængi og hlýtur að beina athygli þátttakendanna að þeim tækifærum sem fullt veraldlegt sjálfstæði og sjálfsábyrgð geta falið í sér fyrir Þjóðkirkjuna. Margir kristnir menn munu á því máli að aðeins með slíkum hætti megi móta hér stríðandi kirkju með brennandi anda og logandi áhuga á boðun fagnaðarerindisins öllum mönnum til líknar og endurlausnar, kirkju sem er fær um baráttu í heiminum. Ytra skipulag er vitanlega aukatriði andspænis innblæstri og anda. En ef hæfa er í þessu mati, verður slík breyting besta gjöfin sem framtíðinni verður færð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar