Breskum milljónamæringum fækkar um helming 27. maí 2009 12:58 Breskum milljónamæringum, í pundum talið, hefur fækkað um helming síðan fjöldi þeirra náði hámarki árið 2007. Í ár eru þeir orðnir 242.000 talsins en á velmektardögunum 2007 náði fjöldi þeirra tölunni 489.000. Í umfjöllun um málið í Guardian segir að bólan á fasteignamarkaði Bretlands hafi einkum gert það að verkum að fjöldi breskra milljónamæringa náði hámarki. Hrunið á markaðinum sem fylgdi í kjölfarið dró síðan verulega úr fjölda þeirra. Miðstöð hagfræði- og efnahagsrannsókna í Bretlandi (CEBR) hefur tekið saman tölur um milljónamæringanna. Douglas McWilliams forstöðumaður CEBR segir að mikill fjöldi af aukningunni sem varð 2007 sé fólk sem rétt skreið yfir mörkin að eiga milljón pund þegar fasteignir þeirra hækkuðu gífurlega í verði. „Eftir að hafa skriðið rétt yfir mörkin, skreið þetta fólk fljótt undir þau aftur. Margir án þess að vita af því að þeir voru orðnir milljónamæringar um stund," segir McWilliams. CEBR hefur nú afturkallað spá sína um að milljónamæringar í Bretlandi muni ná tölunni 760.000 árið 2010. Hinsvegar reiknar miðstöðin með að þeim fari aftur fjölgandi frá og með árinu 2011. Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breskum milljónamæringum, í pundum talið, hefur fækkað um helming síðan fjöldi þeirra náði hámarki árið 2007. Í ár eru þeir orðnir 242.000 talsins en á velmektardögunum 2007 náði fjöldi þeirra tölunni 489.000. Í umfjöllun um málið í Guardian segir að bólan á fasteignamarkaði Bretlands hafi einkum gert það að verkum að fjöldi breskra milljónamæringa náði hámarki. Hrunið á markaðinum sem fylgdi í kjölfarið dró síðan verulega úr fjölda þeirra. Miðstöð hagfræði- og efnahagsrannsókna í Bretlandi (CEBR) hefur tekið saman tölur um milljónamæringanna. Douglas McWilliams forstöðumaður CEBR segir að mikill fjöldi af aukningunni sem varð 2007 sé fólk sem rétt skreið yfir mörkin að eiga milljón pund þegar fasteignir þeirra hækkuðu gífurlega í verði. „Eftir að hafa skriðið rétt yfir mörkin, skreið þetta fólk fljótt undir þau aftur. Margir án þess að vita af því að þeir voru orðnir milljónamæringar um stund," segir McWilliams. CEBR hefur nú afturkallað spá sína um að milljónamæringar í Bretlandi muni ná tölunni 760.000 árið 2010. Hinsvegar reiknar miðstöðin með að þeim fari aftur fjölgandi frá og með árinu 2011.
Mest lesið Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira